Author: Bragi Halldorsson
Hvað ef?
Binni, Brynjólfur Þór Guðmundsson, var að benda á og róma þessa bók Vals Gunnarssonar sem og hve gaman getur verið að velta fyrir sér hinum ýmsu Hvað ef, enda af nægum staðreyndum til sem þótt oft smáar séu kannski óvart ólu af sér einhverja stórviðburði mannkynssögunnar. Hér er ein slík…
Read More »Í tilefni nýyrðisins skólasniðganga sem ég byrjaði að stunda upp úr 12 ára aldri
Í tilefni nýyrðisins skólasniðganga, sem ég byrjaði að stunda upp úr 12 ára aldri en þó bara í völdum fögum og hjá völdum kennurum. Það er margt leiðinlegt sem ég hef gert um ævina, en það alleiðinlegasta var að vera í grunnskóla. Þar fóru 7 ár í að gera nær…
Read More »Nýtt orð yfir gervigreind sem í eðli sínu er rangnefni þar sem AI hugsar ekki né hefur nokkra greind heldur hefur hæfileika til þess að reikna á ógnarhraða út frá gefnum forsendum þá er orðið reikniriti mun eðlilegra
Þar sem okkar ylhýra Íslenska tekur sífellt breytingum eins og eðlilegt er hvurjum iðandi elfi, hef ég búið til orðið reikniriti, hann reikniritin, í karlkyni, merkjandi AI-artificial intelligence sem hingað til hefur verið notað orðið gervigreind, þar sem reikniriti hefur enga greind eins og við notum það orð, en orðið…
Read More »Á nokkrum myndunum af samvöxnu persónunni og húsunum fór að koma lítið fólk trítlandi og flytja inn í húsin
Ennþá heldur myndasagan sem hét upphaflega vinnuheitinu „Maður, hendur, hús“ áfram að taka fram fyrir hendurnar á mér og skrifa sig sjálf svo ég veit hreint ekki hvað ég á að kalla hana lengur. Fyrst fór að birtast bulltextar inn á sumum myndunum og jafnvel stoppaði framrás atburða þar alveg…
Read More »Í Búsáhaldabyltingunni dreymdi alla um Samfélagsbanka og Sparisjóði sem hefðu hag viðskiptavina að leiðarljósi og núna löngu seinna er loksins kominn nýr Sparisjóður sem hefur hag viðskiptavina að leiðarljósi, Sparisjóðurinn INDÓ
Í Búsáhaldabyltingunni var mikið rætt um að stofna Samfélagsbanka og/eða sparisjóði en ekkert gerðist í þeim efnum. Skrítið nokk að með aukinni tækniþróun hefur orðið til það sem kallað hefur verið Fjártækni, meðal annars. Allskonar App dæmi sem sjá um ýmis lítil horn fjárstreymis á netinu að mestu fram hjá…
Read More »