Nýtt orð yfir gervigreind sem í eðli sínu er rangnefni þar sem AI hugsar ekki né hefur nokkra greind heldur hefur hæfileika til þess að reikna á ógnarhraða út frá gefnum forsendum þá er orðið reikniriti mun eðlilegra

Þar sem okkar ylhýra Íslenska tekur sífellt breytingum eins og eðlilegt er hvurjum iðandi elfi, hef ég búið til orðið reikniriti, hann reikniritin, í karlkyni, merkjandi AI-artificial intelligence sem hingað til hefur verið notað orðið gervigreind, þar sem reikniriti hefur enga greind eins og við notum það orð, en orðið reikniriti bý ég til út frá hvorugkynsorðinu reikniri, sem samið var fyrir enska orðið algóritmi.

Ég hef verið um nokkurt skeið að kynna mér og gera tilraunir með reiknirita og orðið alltaf æ ljósara hversu mikilvægt er að minna fólk á að reikniriti hefur í eðli sínu eiga hæfileika utan þeirra sem hán er matað á, það er að segja, hefur enga greind því greind er að útfrá því sem mannsheilinn innbyrðir og lærir öðlist hann hæfileikann til þess að skapa eitthvað nýtt en ekki síst hafa meðfædda gagnrýna hugsun og geta sett spurningarmerki við hvaðeina sem reynt er að kenna honum, það er greind. Aftur á móti skortir rafritan þessa hæfileika alfarið. Reikniriti getur ekkert gert, hefur ekki neina hæfileika annað en vinna blindandi með það sem hán er matað á og enga krítíska hugsun, eða yfir höfuð nokkra hugsun.

Því er orðið gervigreind ekki bara villandi heldur arfavitlaust og elur ekkert annað af sér en að hræða fólk og ala á ótta þess að einn daginn gæti gervigreindin tekið yfir og farið að hugsa sjálft. Hvort það muni einhvertímann gerast er svo langur vegur frá því sem reikniritin er og getur í dag að það er alger framtíðar Ella svo mikið sem pæla í því.

Hvorugkynsorðið reiknirit er skilgreint sem „reglubundin aðferð til að leysa verkefni af tiltekinni gerð í endanlega mörgum skrefum, einkum í stærðfr. og tölvunarfr“ og þetta er nákvæmlega það eina sem reikniritin getur gert. Hán getur eingöngu framkvæmt eitthvað út frá því sem hán hefur verið matað á, ekkert annað, ég endurtek, ekkert annað. Bara það sama og öll forritun byggir á og engin forritun er nokkuð annað „if this, then that,“ oft kallað “ITTT,“ það er alveg sama hvaða forritunar mál eða útlit, eða hvað viðkomandi forrit á að gera, undir húddinu „kann“ það ekkert annað en að hlíða því sem forritari hefur sagt viðkomandi forirti að „ef þetta, þá þetta,“ „if this, then that.“ Reikniritin er ekkert öðruvísi. Hán hefur ekki heila og getur því hvorki hugsað né haft nokkra greind, er algerlega skilyrtur og arfavitlaus.

Það sem hán getur aftur á móti gert og er eini hæfileiki háns en nota bene ekki greind háns, er að geta unnið/reiknað úr því sem hán hefur verið matað á á ógnarhraða, svo því meira sem hán hefur verið matað á og fjölþættari upplýsingum og góðri forritun, því nákvæmari og betri niðurstöðu má vænta.

Í þessu felst jafnframt að reikniriti getur aldrei undir nokkrum kringumstæðum „hugsa“ eða haft „greind“ því hán endurspeglar bara það sem þau sem mata hán eru að hugsa. Greind eða vitleysisgangur þeirra en ekkert sjálfstæði. Það sem venjulegu fólki óir við, fyrir utan þetta ranga hugtak gervigreind, er að útkoman þegar reikniritin er spurður einhvers finnst fólki svo líkt og að um tjáningu manneskju sé að ræða, en svo er ekki. Þegar það sem reikniritin ælir út úr sér hljómar eða lítur út eins og mannsverk er einfaldlega vegna þess að reikniritin hefur verið mataður á gríðarlega miklu magni af mannana verkum og forritaður til þess að púsla því saman svo hljómi sennilegt og sannfærandi. Það táknar enganvegin að reikniritin hafi verið að hugsa, þvert á móti, hán var að reikna, reikna á ógnarhraða úr gríðarinnar gagnabanka algerleg skilyrtur þeim skipunum sem hán hafa verið sett fyrir að æla út úr sér.

Ekkert annað. AI, enska hugtakið er því jafn kolrangt, það er artificial „intelligence.“ Því reikniritin hefur ekki það sem Englar og Saxar kalla intelligence og við köllum greind. Ef að það er eitthvað sem þyrfti að breyta vilji fólk notast við þetta hugtak gervigreind áfram, er að endurskilgreina hvað sé greind. Það þarf þá að færa það niður á vitundarstig skáktölvuforrits og vart vill fólk ekki hafa meiri hugræna færni en skáktölva.

Annað „kann“ hán ekki og er algerlega skyni skroppinn og nautheimskur. En hefur „hæfileika“ til þess að reikna á gríðarlegum hraða það sem hán hefur verið sagt að reikna og unnið úr gríðarlega stórum gagnabönkum, það er það eina sem hán kann.

Því vantar nýtt orð, að minstakosti vantar mig nýtt orð, hvað aðrir gera er alfarið undir hverjum og einum komið og skipti ég mér ekkert að því né ætlast til að nokkur taki upp þetta hugtak/orð, aðeins mig vantaði nýtt orð sem endurspeglar það sem ég er búinn að læra af þessum mörghundruð klukkutímum sem ég hef verið að „ræða“ við reiknirita.


Myndin með þessum hugleiðingum er ein af mörgum samsetningum reikniritans MidJourney þegar við höfum verið að ræða saman um það sem brennur á mér núna sem er „Maður, hendur,hús“ en fylgjast má með því verkefni á síðu minni á FB þar sem ég geimi stafrænar teikningar mínar og eru verk og textar allar í sömu möppunni Maður, hendur, hús.

Yfirbragð myndarinnar finnst mér að svona gæti Nosferato hafa litið út ef hann hefði verið hús 😉


Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.