Hvað ef?

Binni, Brynjólfur Þór Guðmundsson, var að benda á og róma þessa bók Vals Gunnarssonar sem og hve gaman getur verið að velta fyrir sér hinum ýmsu Hvað ef, enda af nægum staðreyndum til sem þótt oft smáar séu kannski óvart ólu af sér einhverja stórviðburði mannkynssögunnar.

Hér er ein slík sem ég hef mikið pælt í sem og margt annað fólk, sem er stórt Hvað ef þegar vel er að er gáð, þótt fjalli bara um lítinn bardaga tveggja fjölskyldna í Rómarveldi.

Eftir að hafa lesið um þennann lítla bardaga og er sú frásögn víst sönn segja sagnfræðingar manni, þótt gloppótt minni mitt muni ekki nöfnin á fjölskyldunum sem háðu bardagann né forvígismanna.

Þessi litli bardagi var háður í frekar afskekktu héraði milli tveggja fjölskyldna og tapaði önnur, ekkert merkilegt við það. Það sem er merkilegt er að þessi litli bardagi réði úrslitum um hvor fjölskyldan ekki löngu seinna myndi taka við hásætinu í Róm og samkvæmt sagnfræðingum skilst manni að myndi hafa orðið hvor þeirra sem var sem vann þennan bardaga.

Það sem er aftur á móti merkilegt við þessa annars líttmerka bardaga var að hvor fjölskyldan fyrir sig aðhylltist sitthvora sértrúna, en þetta var á þeim tíma sem sértrúarsöfnuðir voru allt í öllu í trúarlífi Rómverja. Musterin orðin gott sem tóm og trúin á gömlu guðina þverrinn.

Og það merkilega, fjölskyldan sem vann aðhylltist sértrú á gúbba frá Kanans landi á meðan hin eltist við Ísis frá Egiptalandi.

Svo, ef hin fjölskyldan hefði unnið hefði Kristni aldrei orðið það sem hún varð, enda varð hún það sem hún varð því fjölskyldan sem vann þennan litla bardaga gerði hana að ríkistrú í veldi Rómar eftir að hafa unnið hásætið af hinni fjölskyldunni.

Hvort fjölskyldan sem tapaði myndi hafa gert það sama og í stað þess að núna tvö þúsund árum seinna hangi sá krossfesti yfir altarinu og drottni yfir stórum hluta heimsins þá væri það Ísis sem sæti til öndvegis?

Og þá má líka spyrja sig hvort Íslam hefði nokkuð orðið til? Að Gyðingdómurinn hefði haldist alfarið við eina smáþjóð og engin pælt í henni frekar en trú Rastana á Hallesí Lassí Eþíópíu keisara?

En það er eins og með allar vangaveltur um Hvað ef, að við vitum að þessi litli bardagi tveggja fjölskylda réði úrslitum um að Kristnin varð það sem hún varð, um það skilst manni að sagnfræðingar séu nokk sammála, en forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað hin fjölskyldan hefði gert hefði hún unnið. Við vitum allavega að Kristnin hefði ekki orðið það sem hún er og dáið út sem lítill sértrúarsöfnuður eins og flestir sértrúarsöfnuðir gera.

En hin fjölskyldan? Skildu þau hafa gert Ísistrúnna að ríkistrú í Rómarveldi eins og gert var með Kristnina, sem réði úrslitum um að hún varð það sem hún varð, þessi litla sértrú?

Eftir því sem manni skilst þá aðhylltust víst flestir Ísistrúnna af þeim sértrúarsöfnuðum sem voru við líði á þessum trúarlegu umrótatímum í Róm og eins og alltaf gerist í sögunni varð það að dauðasök að vera þeirrar trúar eftir að Kristnin var innleidd og því hvarf hún og voða fáir í dag sem svo mikið sem vita um tilvist hennar á þessum tíma.

Já, nú spyr ég, Hvað ef?

Hvað ef hin fjölskyldan hefði unnið þennan litla bardaga þessara fjölskyldna?

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.