Búin að vera að skoða leigusíðurnar á Facebook núna í nokkurn tíma vantandi íbúð til leigu, en það er hinn svokallaði frjálsi markaður en ekki leigufélögin sem þar auglýsir og eftir því sem mér skilst fer leiga á húsnæði orðið nær alfarið fram í gegnum FB, að þegar fréttir fóru að berast um að ALMA hefði hækkað leiguna hjá sér ríflega, hvað þá? Jú, hinn svokallaði frjálsi markaður hækkaði líka.
Því lítur út fyrir að trú sumra almennra leigusala, þá í flestum tilfellum fólk sem er með eina íbúð eða herbergi í útleigu og hefur ekki af því atvinnu, á því að ALMA muni með því að hækka leiguna hjá sér „verðleggja sig út af markaðnum“ vera harla lítil hjá þeim mörgum.
Þessi hækkun hjá ALMA fljótt á litið er samt ekki að hafa sambærilega hækkun eins og dæmið um 250 þ. í 320 þ., að minnsta kosti ekki enn sem komið er hvað svo sem verður.
Ég er að sjá algengt 220 fara í 230 til 50, 250 í 270 til 290 og æ fleiri íbúðir eru nú til leigu yfir 300 þ., aðallega á 320 til 340 þ. en voru þó ekki á 250 þ. áður, heldur á þessu bili kringum 270 til 290. þ. eða rétt undir 300 þ.
Þetta er samt langt frá því að vera reglan, aðeins að ég hef séð dæmi þessa og þau öll núna strax eftir að ALMA hækkaði leiguna hjá sér.
Eftir sem áður er ekki að sjá að frjálsi markaðurðinn sé almennt að hækka neitt græðgisvaxandi. Helst að hann tikki frekar upp með verðbólgunni, hækkandi fasteignargjöldum og annarri kostnaðarhækkun, svo í flestum tilfellum eru þessir leigusalar ekki að mata krókinn af neinni græðgi.
Ég hef þó séð eignir sem hafa hækkað umfram það og þar sem rosalegur skortur er á leiguhúsnæði mun vart nokkur hugsa sig um þótt leigan á almenna markaðnum hækki um 20 til 50 þ. því enginn vill jú þurfa að sofa í bílnum sínum.
Allir þurfa þak yfir höfuðið og því munu þau sem hafa efni á því á annað borð líklega leigja þessar 320 þ. íbúðir hjá ALMA þegar fólkið sem ekki hefur efni á þeim neyðist til að flytja út því það hefur ekki efni á þeim lengur eftir þessa ríflegu hækkun.
Því er ekki ósennilegt að einhver muni bætast við inni í Laugardal, svo fremi sem það fólk getur skrapað saman fyrir litlu hjólhýsi eða ryðguðum húsbíl og það sem verra er og fréttir berast af að fjölgi í þeim hópi, æ fleira fólk mun þurfa að sofa í bílunum sínum.
Þá er velferðarkerfið hér á landi orðið nær alfarið eins og í Bandaríkjunum enn órafjarri því Evrópska og var það þó mjög Amerískt fyrir.
Það er, „fólk má bara éta það sem úti frís,“ ef það á ekki að baki sér sterka stórfjölskildu til að styðja sig, en þær eru orðnar æði fáar eftir. Auðfjölskildunum fækkar þó ekkert, enda eiga þær Ísland.
„Welcome to the land of the free“ (market).