Þá er runninn upp þessi skelfilegi dagur sem er að meðaltali um tvisvar á ári eins og gerist í ár, sumum til hrellingar, öðrum til skelfingar en óttinn við föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu fóbía í heiminum í dag.
Skemmtilegasta lýsing á því hvernig eigi að lækna fólk sem er haldið svo mikilli fóbíu yfir þessum degi að það fúnkerar bara ekki þennan dag er aðferð sálfræðingsins Donald Dossey sem kallar þessa fóbíu paraskevidekatriaphobia eða triskaidekaphobia.
Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu. Í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu. Engum sögum fer þó af því að umferðarslys séu algengari þar en annars staðar. Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt, það er að segja á eftir tólftu hæðinni kemur sú fjórtánda. Vitaskuld er fjórtánda hæðin þó í raun sú þrettánda.
Ef þrettán manns setjast saman við kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs. Í síðustu kvöldmáltíðinni voru þrettán menn samankomnir. Einn þeirra sveik Jesú Krist sem síðan var krossfestur á föstudegi en föstudagar voru aftökudagar Rómverja til forna en engum sögum fer af því hvort nákvæmlega þessi föstudagurinn langi hafi borið upp þann 13. ánda.
Í sögunni hafa nokkrir þekktir fjöldamorðingjar borið þrettán stafa nafn, svo sem Jack the Ripper, Charles Manson, Jeffrey Dahmer, Theodore Bundy og Albert De Salvo.
En hvað eru margir stafir í þínu nafni? Eru þeir þrettán? Og ef þú er t eins og þessi fóbía er kölluð ert haldinn paraskevidekatriaphobia, myndir þú taka þér upp millinafn eða kenna þig bæði við föður og móður til að breyta tölu stafanna í nafninu þínu?
Nú hef ég pælt í tölum lengur en ég man. Þó ekki stærðfræði þótt ég fengi oftast 9 eða 10 í stærðfræði í grunnskóla þá þykir mér hún ekkert sérlega skemmtileg en elska tölur.
Og það er fyrir margt löngu síðan sem ég komst að því hví fólk hræðist töluna 13. En ég lít og flest önnur höfum ekki getað áttað okkur á því hversvegna þegar sá þrettándi lendir á föstudegi eigi það að vera eitthvað verra en sjálf talan, enda talan sjálf engin ólukkutala í rauninni.
Margar kenningar hafa verið settar fram en engin þeirra hefur getað með óyggjandi rökum sýnt frá á af hverju þessi tenging við föstudaga kom til. Það er ekki einusinni vitað með vissu hversu gömul hún er né í hvaða menningarsamfélagi hún hófst og fór eins og sinueldur um heiminn.
En þar sem ég elska tölur, elska ég þennan dag en gæfi þó mikið fyrir að finna einhverja kenningu sem væri mikið mun líklegri en allar aðrar til þess að maður gæti annaðhvort trúað henni eða þá talið hana líklegasta.
Eitt það fyndna er að sú kenning sem hefur hlotið mestrar hylli er tengingin við Frigg úr Norrænu goðafræðinni.
Svo kannski eigum við eitthvað smáræði í þessari tölu, þessu kostulega paraskevidekatriaphobia? Já, reyniði bara að læra að bera þessa merkingarleysu fram, enda hún jafn merkingarlaus og hræðslan við Föstudaginn Þrettánda.
En fyrir ykkur sem það viljið vita eða óttist verður næsti Föstudagurinn þrettándi í október og þí hægt að fara að láta sér hlakka til, nú eða skelfast