Það var stríð einhversstaðar í gær, það er stríð einhversstaðar í dag og á morgun og hinn og hinn


Stríð getur aldrei verið réttlætanlegt • „Þau byrjuðu“ eru ekki rök og barnaleg afstaða og orð • En hræddur er ég um og nokkuð viss að ég eigi ekki eftir að lifa það að hvergi sé stríð á jörðinni þótt ekki sé nema einn dag • Það var stríð einhversstaðar í gær, það er stríð einhversstaðar í dag og á morgun og hinn og hinn • Dapurlegt og sérstaklega orðræðan og réttlætingarnar • Sem hafa verið allar þær sömu síðan mannskepnunni tókst að dreifa sér um allan hnöttinn og þegar litlir hópar fólks hættu að lifa lífinu án þess að hitta fyrir marga og stundum enga aðra hópa fólks • Um leið og mannskepnan var orðinn það fjölmenn að alltaf voru leiðir að skarast byrjaði að myndast núningur sem urðu að smá skærum og að lokum að stríðum sem síðan hafa aldrei hætt • Hvað er þetta með mannskepnuna • Erum við sem dýrategund virkilega svo skini skroppin að geta ekki látið annað fólk í friði • Munum við aldrei geta lært það og hætt að eiga stöðugt í stríði

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.