„Kemur þú oft hingað“

Það er sagt að spurji alltaf hvort komi oft hingað og gegnum hlátrasköllin sem það vekur upp hvort engin bjóði upp á Bloody Mary.

Sem hæst þá ennþá hlæja hefur sumra ekkert spurst. Hvort skipt um bar, hví það, verið fastagestir svo lengi, en hverju svo sem tekur fólk ekki upp á. Jafnvel á gamals aldri. Í hornum pískrað komi beint frá Helvíti sé ekki eðlilegt hvernig sumt er að hverfa.

En nokkrum stekkur ei bros á vör og ætíð þegja. Hvort einhver hlær svo dátt af stól sínum dettur ella dularfullt hverfur. Ekki múkk. Ekki orð.

Því hver sem hafa þangað farið, inn gengið, dvalið og aftur komið, segja aldrei frá. Einu skiptir hve reynt er að sleikja kreista eða pína upp úr ferðasöguna. Slíku einfaldlega er ekki hægt með öðrum að deila né segja. Hvurnig ætti svosem nokkur að skilja það sem mundi heyra.

Svífur ætíð fram hjá þessum borðum án þess að virða viðlits frekar en engin væri þar. Sem fær hornpískrið aðeins til að æsast meira.

„Kemur þú oft hingað.“

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.