Í tilefni af gagnrýni á leigufélagið Alma – Skrifað á léttu nótunum en gagnrýni samt

Góðir Bakþankarnir í Fréttablaðinu í morgun [innskot. 14. des. 2022]. Eiginlega lýsing á því sem sumt fólk kallar Dunning-Kruger effect og er eftirfarandi [innskot. mynda hér að ofan] og finnst mér persónulega fleira fólk vera haldið en ég myndi kjósa. Alltaf verða það einhver, en því færri, því betra.

Ennþá kostulegra í ljósi aðsendrar greinar í blaðinu frá stjórnarformanni Alma sem er verulega aum tilraun viðkomandi til að krafsa í bakkann vegna þeirrar gagnrýni sem leigufélagið hefur fengið á sig [innskot. Félagið sem og eignarfélag þess hefur einnig legið undir ámælum um óeðlilega viðskiptahætti. Sjá hér]. Eiginlega má segja að þessi auma tilraun grey mannsins sýni að hann sé að virðist vera haldin Dunning-Kruger effect og lýsingin á hrokafullu fólki í Bakþönkum blaðsins lýsa grey manninum einnig mjög vel.

Maður veit ekki hvort maður eigi frekar að vorkenna honum fyrir að réttlæta verðhækkanir með eins aumum hætti og hann reynir að gera í mjög svo ruglingslegri grein, eða að hann sé að virðist vera „veikur“ af hroka fólk með Dunning-Kruger.

Kannski það væri best ef hann yrði lagður inn á spítala svona illa haldinn? Veit samt ekki hvaða spítali tekur á móti svona veiku grey fólki.


Öllu gríni fylgis að minnstu smá alvara og er hún rakin hér að hluta með vísan í greinar og fréttir undanfarið með tenglum í viðkomandi greinar á netinu.

Í þessum stutta pistli á léttu nótunum um leigufélagið ALMA sem ég póstaði upphaflega á FB þann 14. des, 2022 og þá gagnrýni sem fram hefur komið um stórlega hækkun á leiguverði eru tenglar á þær greinar sem ég vitna til sem og Dunning-Kruger effect á Ensku Wíkípedía svo fólk geti lesið sjálft það sem ég vitna í.

Félagið ALMA sem og eignarfélag þess, tengd félög sem og Gunnar Þór Gíslason sem skrifaði aðsendu greinina sem ég vitna í, hefur einnig legið undir ámælum um óeðlilega viðskiptahætti sem ég nefni ekkert í þessari grein en má sem dæmi lesa hér tvær fréttir um á vef Stundarinnar sem og grein á Samstöðinni með vísan í reiknivél Leigjendasamtakanna um hvað að mat samtakanna sé eðlilegt leiguverð og hvað að þeirra mati mætti kalla okur.

Sjá einnig grein á þessum vef mínum sem ég áður var búinn að skrifa um hvort þessi hækkun á leiguverði ALMA myndi hafa nokkur áhrif á leigumarkaði önnur en að flestallir aðrir myndu fylgja í kjölfarið og hækka leiguna hjá sér heldur en að ALMA myndi lækka eða draga til baka þessa hækkun á leiguverði hjá sér.


Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.