Fyrstu dagar október

Úr djúpi sálar mig dragðu upp hægt
því mig dreymir heitar fjörur
ég vil ekki vakna
og vera til
einn annan vetur
ég get ekki einn annan vetur


Það eru fyrstu dagar október

Með þykka hanska úlpuna reyrða upp í háls fer ég út í kvöldið að labba með hundinn

Á stígnum meðfram ströndinni mæti ég skokkandi berleggjuðum manni

En þegar ég kem heim og dreg af mér hanskana er blóðið búið að yfirgefa puttana blasa við mér tilfinningalausir og hvítir

Það eru bara fyrstu dagar október og rúm vika í vetrartunglið ég horfi niður á blóðlausa mína hvítu fingur og mig dreymir um að komast eitthvert suður því ég get ekki þann þriðja svona vetur

Það eru ennþá bara fyrstu dagar október og veturinn ekki einusinni byrjaður

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.