Eldgos-18.12.2023 – Í kvikuhólfi undir skelþunnu yfirborði Reykjaness

Mannskepnan er ótrúlega smá í kvikuhólfi undir skelþunnu yfirborði Reykjaness frammi fyrir ógnvænlega ægifögrum hamförum þess að kraumandi bráðin járnmöttullinn brýtur sér leið neðan úr heitasta helvíti, rífur yfirborð jarðar án nokkurrar fyrirstöðu og organdi flengist í loft upp.

Og svo hvað. Í skelfingu er hugsað til verstu mögulegu útkomu þess sem er að eiga sér stað en engin getur neitt fyrirfram vitað. Þegar jörðin byltir sér verðum við svo ógnvænlega smá.

Hverju reiddust guðirnir er hraunið rann sem við stöndum nú á. Yfir hverju eru þeir reiðir núna.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.