Ég geng þann veg sem aldrei er

ég geng þann veg
sem aldrei er
þar sem allir vegir í raun
renna saman

nið þinna linda heyrt hef ég
og hyggst ganga
til þín
á enda

á meðan skrifa skýin
í loftið ljóð fyrir mig
og septembersólin
stafar þau niður

ég veit ekkert um tíma
ég veit ekkert um þig
ég veit ekkert hvert ég er að fara

en fjöður við veginn
bærist og ber
mér kveðju þína
og eins er um laufin
sem ljúkast um fætur mína

áfram
áfram
þú ætlar varla
að gefast upp núna

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.