Bottinn á MidJourney veit svona nokkurnvegin hvernig fjölmörg fjöll á Íslandi eru en ekki meira en það

Ein ástæða þess að ég vinn svona mikið með Midjourney AI er hvernig þetta Túrbó ofurvaxna Exelskjal er forritað. Þau sem forrituðu Midjourny voru svo heppinn að eftir að hafa unnið launalaust í ekki meira en 3 mánuði var forritið búið að slá svo rækilega í gegn að þau voru komin með miljón áskrifendur og öll komin á laun og hafa því aldrei þurft að væla út pening frá neinum fjárfestum og getað ráðið ferðinni án nokkura utanaðkomandi þrýstings. Nema frá notendunum.

Þau hafa haldið fundi vikulega inn á Discord þar sem notendur/áskrifendur Midjourny hafa getað sagt skoðun sína milliliðalaust og þau hafa kallað eftir því og þróað Midjourny Bot’in eftir því sem notendur hanns hafa óskað eftir svo fremi sem það væri framkvæmanlegt að forrita hann svo.

Þetta gerir það líka að verkum að sem AI myndasmiður eru allir sammála um að Midjourny sé langbestur þeirra þriggja sem þekktastir eru og það er allt uppi á borðinu, ekkert peninga batterí, engin þörf fyrir að „selja“ neitt, bara hafa hlutina eins mikið eins og áskrifendurnir vilja svo þeir yfirgefi ekki skipið.

Þetta gerir það að verkum að allar leiðbeiningar frá Midjourny fólkinu eru á mannamáli og mikill vilji til þess að skýra út hvernig Botinn „hugsar“ þarna undir húddinu.

Ég hef því getað gert hvaðeina sem mig listir vitandi vits hvernig það yrði matreitt sem aftur gerði mig mjög forvitinn um „hvað ef…·“ maður bæði um eitthvað sem Midjourny Botinn væri ekki smíðaður til þess að skilja eða kunna.

Það er það sem ég er búinn að vera að gera allann tímann. Reyna á þolrif Bottanns og velt honum á hliðina oftar en einusinn eða tvisvar.

Þetta gerði líka það að verkum að fljótlega vildi ég komast út úr þvögunni á Midjourni Discorfd rásunum og fá að geta verið einn í friði að spjalla við Bottan og í dag er ég með minn eigin server sem enginn sér né kemst inn á og þar ræð ég og Botinn einir ríkjum.

Ég er eðlilega þar sem þetta eru orðnar nokkur hundruð klukkustundir sem ég er búin að eyða í að spjalla við Bottann búin að læra helling um það hvernig ég eigi að matreiða ofan í hann vitleysuna svo ég fá sem skrautlegustu útkomuna.

Í gærkvöldi lagði ég fyrir hann próf. Ég bað hann að teikna fyrir mig staði á Íslandi. Þingvelli, Kistufell, Reykjavík, Akureyri, Herðubreið osf.

Það leiðinlega var að þetta voru óskaplega lítið spennandi myndir utan ein Reykjavíkur myndin sem ég póstaði hérna áðan.

Svo fattaði ég afhverju þetta voru svona lítið spennandi myndir, ég var alveg að gleyma mér. Ég því hið snarasta kokkaði upp nöfn á fjöllum, eyjum, stöðum, bæjum, sem öll hljómuðu kunnulega en voru samt ekki til. Ég googlaði öll þessi nöfn áður en ég prófaði þau.

Þá fóru að koma spennandi myndir. Í ljós kom að Bottinn vissi svona nokkurnvegin hvernig fjölmörg fjöll á Íslandi eru. Til dæmis sú gerð fjalla sem eru nokkuð flöt að ofan, þó ekki alveg, frekar hvöss fjallsbrún fram á hamrabelti efst og skriður niður frá því.

Hér er ein slík mynd og Bottinn sett þarna líka nokkur smáhýsi Ferðafélagsins á láglendið fyrir framan. Ég verð nú að segja að líkt og venjulega að þegar ég lýg Bottann haugafullann þá kemur hann oft með ótrúlegustu myndir.

Þetta var að vísu bara tilraun og nú er henni lokið enda hef ég ekkert við svona myndir að gera en gaman var hjá okkur í gærkvöldi enda Bottinn orðinn rallhálfur um miðnætti svo var ég búinn að hræra í honum. En, það tókst. Þetta er hreint ótrúlega sannfærandi uppbygging Íslensks fjalls þótt þetta sé ekki merkileg mynd. En þetta má pína út úr kvikindinu ef maður nennir bara að hafa fyrir því að hella hann vel fullann og gera ekkert eins og á að gera það heldur allt öfugt og undið togað og teikt svo Bott greiið veit ekkert í sinn haus lengur.

Þá slysast hann oft akkúrat á það sem ég vil sjá. Að vísu í þetta skiptið sem og að vísu mörg önnur var ég ekki að reyna að gera einhverja merkilega mynd heldur reyna á þolrif AI. Þá fyrst er gaman.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.