Auðvitað er ekki allt hamingja í Helvíti

Auðvitað er ekki allt hamingja í Helvíti.

Þótt það í sínum hvikula hverfleika innihaldi allt sem orðið getur, er og verður.

Hvernig væri það líka hægt frekar en að allt væri hamingja í Himnaríki ella Jarðlífi.

Þó er það oftast og algengast að vari ei nema örstund í fjölbreytileika tilveru þeirra sem Helgrindur kaldir klífa og kalt er alltaf kalt meðan yfir gengur, hvað þá ef að eilífu við búa.

Ólíkt er Himnanna ríki sem er óbreytanlegt meitlað í orðsins eilífa stein. Þar tilhneigingin eðlilega eins og er lofað, aðeins annað hvort eða enganveginn; upprisa holdsins til eilífrar sælu ella ormétinnar moldartilvistar kyrrstöðunnar mein.

Svo er það Jarðlífsins tilhneiging til þess aðeins áfram að silast með litlum breytingum í löngum tilviljunar skrefum á þeim stutta tíma sem úthlutað er hverjum og einum frá fyrsta andardrætti til þess síðasta í tilveru þess.

Því þótt gjörólíkt sé farið í Helvíti sem breytileikinn er hraðari en tíminn; þá eðlilega er óhamingja eins sár hverjum sem til fellur.

Sár inn að beini allsstaðar eins
og allsstaðar er.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.