Háfylling Úlfamánans þetta árið er 8 mínútur yfir 11 á Þrettándadagskvöld

Þetta Þrettándadagskvöld árið 2023 er fullt tungl í Krabbamerki. Janúar tunglið sem hjá okkur er fylling Jólatunglsins og miður Mörsugur en hann hefst ætíð á eða við Sólstöður og gerði það nákvæmlega í þetta skiptið og Jólatunglið kviknaði tvem dögum síðar. Næsta tungl, Þorra tunglið mun kvikna og þar með næsti tunglmánuður hefjast deginum eftir að Þorri gengur í garð.

Sú tunglfylling sem er á Þrettándadagskvöld, tunglfylling Jólatunglmánaðar er þekkt á norðurhveli jarðar sem Úlfatungl eftir Úlfunum sem á þessum tíma árs fara að æsast og og gera sig breiða enda fengitími þeirra í næsta tunglmánuði núna í febrúar.

Nafnið Úlfatungl er talið vera af Keltneskum og Forn-Enskum uppruna og að Evrópskir landnemar hafi flutt nafnið með sér til Norður-Ameríku en sérstaklega á norðurslóðum þar líkt og annarsstaðar nærri heimskautsbaug báru ný eða full tungl oftlega hin ýmsu nöfn eftir þjóðum og menningarsamfélögum.

Önnur nöfn Úlfamánas

Önnur þekkt Keltnesk nöfn Úlfamánans eru í lauslegri Íslenskri þýðingu úr Ensku, Halda sig heima-og Þagnarmáni (e. Stay Home Moon og Quiet Moon). Meðal sumra þjóða Norður-Ameríku er það þekkt undir nöfnunum Vægðarlausa tunglið og eins Miðmáni, enda veturinn hve vægðarlausastur um miðjan vetur en Miður vetur misseristalsins er fyrsti dagur Þorra seinnipartinn í janúar.

Ríma öll þessi nöfn við það veðurfar sem er líkt allt í kringum Norðurheimskautið á þessum tíma árs og hérlendis skriðu Íslendingar í hálfgert híði og þreyttu Þorrann, Góuna og Einmánuð, útmánuðina, fram að Sumardeginum fyrsta, fyrsta dags Hörpu.

Heimildir um nöfn hinna ýmsu mána

Við eigum engar heimildir þess efnis að Íslendingar hafa nefnt neinar tunglfyllingar og aðeins fáar heimildir um nöfn tungla almennt og þær allar nöfn á nýjum tunglum, það er fæðingu nýs tunglmánaðar. Þau nöfn sem hafa verið notuð í Almanökum seinustu áratugina eru ekkert margar heimildir til um en þau nöfn eru þó gagnsæ, eins og Vetrartungl sem er ætíð nærri upphafi vetrar misseristalsins, og Þorra– og Góutungl sem eru í eða við þá mánuði og Jólatunglið sem er ætíð í desember nálægt Jólum og Áramótum, svo þau hafa verið valin og notuð þótt við vitum ekkert hversu gömul þau nöfn eru eða hver útbreiðsla þeirra hafi verið áður fyrr og er það líkt og með þau nöfn sem tunglfyllingar eru almennt kallaðar í dag um mestallan heim að þau nöfn koma víða að og mismiklar heimildir til um hvert og eitt þeirra nafna ein eitthvert þeirra hefur almennt orðið ofan á og fest sig við viðkomandi tunglfyllingu.

En meiri heimildir eru til sérstaklega á Bretlandseyjum um nöfn tungla en það eru almennt nöfn tunglfyllinga. Eins er um nöfn tungla meðal þeirra þjóða sem Evrópubúar hittu fyrir í Norður-Ameríku að þeir lærðu af þeim hin ýmsu nöfn og smámsaman hafa ákveðin nöfn þessara tunglfyllinga fest sig í sessi og hvert og eitt þeirra oftast fengið eitt nafn sem hefur mesta útbreiðslu en uppruni þeirra nafn kemur víða að en þó mest frá Bretlandseyjum og þjóðunum nyrst í Norður-Ameríku.

Og svo er um þessa tunglfyllingu Þrettándadagskvöldið 2023, sem nær hápunkti sínum 8 mínútur yfir 11 að eitt þessara nafna, Úlfamáni hefur fest sig í sessi þótt eins og að framan er greint hefur það átt sér hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina.

Stórtungl eða Smátungl

Eitt fylgir þessum Úlfamána núna en það getur fylgt hvaða fulla tungli sem er að hann er það sem kallað er upp á tungu Engla og Saxa Micromoon eða Smátungl en það kallast það fulla tungl þegar það er hve fjærst jörðu en Super Moon eða Stórtungl þegar það er hve næst jörðu. Smátungl virðis vera minna en það í raun og veru er sem er ekkert skrítið því sökum þess hve það er langt í burtu munar rúmlega 10 prósentum á hve minna það tungl er að ummáli séð en því tungli sem er nærst jörðu.


En eitt Íslenskt nafn hef ég ekki fundið hvaðan komið er upprunalega og hvað táknar nákvæmlega og er mjög svo fjáður í að vita en það er hinn kaldranalegi Urðarmáni.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.