Hvort gerðir þú í dag í tilefni Svarta Föstudagsins / Kaupa ekkert dagsins? Keyptir, eða keyptir ekki?

Mótmælaaðgerðir á Ekki kaupa neitt daginn í Walmart verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum – Ljósmynd af flickr.com óþekktur höfundur (Höfundarleyfi CC BT 2.) / Með myndinni fylgir eftirfarandi texti, „ Það er Ekki kaupa neitt dagurinn svo við skelltum okkur í Walmart verslunarmiðstöðina okkar til að Kaupa ekki neitt í tilefni dagsins. Merkilegt nokk þótt við settum upp skilti, úthlutuðum dreifiblöðum og vorum nokkuð hávær um ástæðu aðgerðarinnar vorum við alls ekki fjarlægð úr verslunarmiðstöðinni. Allir voru mjög móttækilegir fyrir boðskap okkar og okkur vel tekið.Hér fylgja með mynd af einni af aðgerðunum. Njótið – Cathy Birch


Í dag er ekki bara Svartur Fössari, það er líka Ekki kaupa neitt dagurinn 😉

Ekki kaupa neitt dagurinn (e. Buy Nothing Day) var haldinn í fyrsta skipti 1992 í september í Kanada en fljótlega færður yfir á Svarta Föstudaginn enda dagurinn mótmæli gegn neysluhyggju og því eðlilegt að halda upp á Ekki kaupa neitt daginn þann mikla sölu og neysludag.

Til dagsins var stofnað af Kanadíska listamanninum Ted Dave og blaðamanninum Joe Sommerlad og studdur og auglýstur upp af óhagnaðardrifna blaðinu Adbusters.

Fjöldi manns í Kanada tóku undir með þeim félögum Dave og Sommerlad að nú væri komið nóg af neysluhyggju og nauðsyn þess að fara að draga í land. Voru haldinn ýmiskonar mótmæli gegn neysluhyggju þar í landi en það einkennir daginn að mótmæla eða sýna í verki með öðrum áberandi hætti skoðun sýna á ofneyslu og almennri neysluhyggju.

Ekki kaupa neitt dags mótmælaganga í miðborg San Francisco árið 2000 – Ljósmynd af Wikimedia Commons / Lars Aronsson (Höfundarleyfi CC SA)

Að halda upp á daginn festi fljótt rætur í Kanada og hefur upp á hann verið haldið árlega allar götur síðan að til hans var stofnað. Siðurinn barst fljótt til Bandaríkjanna þaðan sem Svarti Föstudagurinn er ættaður og í dag er hann haldinn með ýmsum hætti í um 35 löndum og hefur það haldist nokkuð í hendur við að sá siður að halda upp á Svarta Föstudaginn hefur breiðst út um heiminn, svo að í dag er sá dagur orðinn einn mesti neysludagur ársins að minnsta kosti í þeim löndum þar sem haldið er upp á Jól en með honum hefst almennt Jólaverslunin sem síðan stendur samfellt í mánuð til Jóla.

Dagurinn hefur verið þyrnir í augum þeirra fyrirtækja sem draga neysluhyggjuna áfram og kynda undir hana. Sérstaklega meðal fyrirtækja eins og verslana sem eiga jafnvel allt sitt undir sem mestri Jólavertíðarneyslu. Hvort heldur gjafakaup eða sala á Jólatónleika. Þótt til að byrja með hafi ekki mikið heyrst frá þessum fyrirtækjum hefur rödd þeirra sem tala niður þessi mótmæli hækkað jafnt og þétt í takt við vaxandi útbreiðslu og aukinnar þátttöku í Ekki kaupa neitt deginum með tilheyrandi mótmælum og aðgerðum, eins og að teppa búðir svo fólk geti vart verslað nokkuð þar þennan dag, þá hefur rödd þeirra að sama skapi hækkað. Svo að í dag megi nánast má tala um stríð þess að halda í peninginn eða sleppa honum. Stríð milli neysluhyggju Svarta Föstudagsins og neysluleysi Ekki kaupa neitt dagsins.

Og hvort gerðir þú í dag í tilefni Svarta Föstudagsins / Kaupa ekkert dagsins? Keyptir, eða keyptir ekki?

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.