Viðvörun um svokallaða „aukna þjónustu“ viðskiptabankanna sem fólk ætti að minnsta kosti að hugleiða áður en það leggur of mikla trú á að þessi nýja þjónusta sé því til góðs, eða rétt yfir höfuð

Viðvörun til alls almennings um svokallaða „aukna þjónustu“ viðskiptabankanna sem fólk ætti að minnsta kosti að hugleiða áður en það leggur of mikla trú á að þessi nýja þjónusta sé því til góðs, það er veiti þeim réttar upplýsingar.

Ég er einn af þeim sem nota Meniga vefinn til þess að hafa yfirlit yfir tekjur og gjöld heimilisins. Það fyrsta sem ég komst að, en ég er búin að nota þennan vef í bráðum 2 ár, err hann er „heimskur.“ Það er að flokkunarkerfið að baki honum er mjög lengi að læra og sumt virðist það ekki geta lært hversu oft sem ég segi vefnum að færsla á bankareikningi merkt ákveðnu fyrirtæki skuli fara í ákveðinn flokk og merkingu.

Allt sem dæmi sem merkt er Kópavogsbær færist undir Skólagjöld þótt það standi skírum stöfum Kópavogsbær, Fasteignargjöld. Nota bene þá þarf heimilið ekki að borga nein skólagjöld og hefur ég því aldrei fært neina greiðslu undir þann flokk.

Svona er þessi vefur allur. Og hví er ég að skrifa um það, jú, vegna þess að nú keppast bankarnir við að bjóða fólki upp á að fá án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því yfirlit yfir útgjöld sín og skoðað þau í nettbankanum sínum.

Meniga er því miður að virðist vera sú treggáfaða ólæsa reiknivél sem bankarnir eru að notast við á bak við þessa „þjónustu“ sína. Og hví segi ég það? Jú, við erum með 3 reikninga hjá Arionbanka tengda inn í Meniga. Heimilið er með sameiginleg fjármál svo í netbankanum eru allir þessir sömu reikningar tengdir saman og því get ég borið saman hvernig Meniga annars vegar flokkar hverja færslu og hins vegar hvernig sömu færslur eru færðar í þessari nýju þjónustu Arionbanka. Og viti menn, alveg nákvæmlega eins, allar vitleysur í Meniga eru jafnframt færðar inn vitlaust hjá Arionbanka og á alveg sama hátt, það er fasteignagjöldin sem dæmi færast undir skólagjöld.

Því vil ég vara fólk við að treysta þessum lélegu reiknilíkönum sem er hreint út sagt ótrúlegt að ekki sé hægt að skrifa almennilegt reiknilíkan upp úr bankafærslum, því hvaða tölulegum upplýsingum sem fljóta um tölvukerfi landsins ætli fylgi eins nákvæmar upplýsingar? Eða segir þetta okkur að svo sé ekki? Spyr sá sem ekki veit.

Því vantreysti ég Meniga alfarið og jafnframt öllum þessum netbanka yfirlitum sem fólki er nú boðið upp á og bið fólk að yfirfara allar færslur ef það vill geta gert sér vonir um að með þessum hætti geti það fengið raunverulega yfirsýn yfir heimilisbókhaldið.

Ég fæ sent frá Meniga sem dæmi í hverri viku vikuyfirlit yfir tekjur og eyðslu og ekki í eitt einasta skipti hefur það verið 100% rétt. Svo í hverri viku þarf ég svo fremi sem ég vil geta haft af þessu einhver not að fara þarna inn og leiðrétta.

En hvað með það, þetta er bara smá aðvörun og dæmi fyrir fólk um að svona því miður er og verður öll svokölluð 4. iðnbyltingin, hún felst í því að allri vinnu er ýtt yfir á þig, notandann, ásamt eftirliti um að allt sé rétt fært til bókar og ekki verið að snuða þig. Eftir ætla svo fyrirtækin að sitja og rukka þig um „bankafærslugjöld“ og aðrar greiðslur sem þú færð enga útskýringu á hverjar eru, bara sérð þær tikka inn sem kostnað.

En bæði til „gamans,“ því ég vantreysti eðlilega þessari tölu eftir reynslu mína af Meniga, en líka til umhugsunar ef þetta skyldi vera ein af fáum réttum tölum í þessu reiknilíkani, þá fylgir hér með skjáskot úr Meniga sem er allrar athugunar virði. Samkvæmt því eyða notendur Meniga örlítið meiru en þeir afla. Þá er átt við alla notendur kerfisins en kerfi Meniga er beintengt öllum bankastofnunum landsins.

Vekur upp spurningu um hag „almennings“ í landinu því inn í þessu eru ekki fyrirtæki, bara fólk, ég og þú. Skyldi það vera í öllu því tali um kaupmáttaraukningu og bættan hag heimilanna undanfarin ár skuli kannski heimili landsins þegar allt er talið vera í þótt ekki sé mikill, í mínus?

Svara hver fyrir sig, ekki veit ég það. Kannski er þetta bara ein önnur vitleysan í þessu lélega reiknilíkani sem allir viðskiptabankarnir virðast núna að vera að bjóða fólki að nota.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.