Í dag er Þriðji í Jólum og var hann almennur frídagur til ársins 1770 hér á landi en þá fannst Dana konungi að Íslensk alþýða hefði allt of mikið af almennum frídögum og afhelgaði daginn.
Þetta gerði konungur einnig við Þrettándann, Þriðja í Páskum og Þriðja í Hvítasunnu, sem einnig höfðu verið Helgi-og frídagar og fleiri Helgi-og frídaga.
Var það undir því yfirskini að í öllu Danaveldi skyldi vera samræmd löggjöf um Helgi-og Tyllidaga, en raunverulega var ekki einungis svo. Það átti að fækka frídögum alþýðu en þess má geta í leiðinni að síðan þá hefur frídögum áfram verið fækkað jafnt og þétt.
Í dag eru að nafninu til 16 Lögbundnir frídagar til handa alþýðu fólks hér á landi samkvæmt frídagalöggjöf frá Alþingi, fyrir utan sunnudaga og þar af tveir þeirra eiginlega plat, þeir Páska- og Hvítasunnudagur því þeir eru jú sunnudagar og samkvæmt frídagalöggjöfinni er þegar frí á sunnudögum. Eini munurinn er sá að þeir flokkast undir Stórhátíðir ásamt Jóladegi en þessir þrír dagar eru aðal og megin hátíðir Íslensku Þjóðkirkjunnar. Sem Stórhátíðisdagar eru þeir með stífari reglur um hvað má vera opið og hvað lokað sem og samkvæmt vinnulöggjöfinni er hæsta kaup greitt ef fólk vinnur þessa daga svokallað Stórhátíðarkaup.
Þetta er einnig ástæða þess að þessir þrír dagar voru á Þjóðveldisöld Fjórheilagir, það er Annar i, Þriðji í og Fjórði í og hélst þannig til Siðaskipta þegar þeir voru gerðir Þríheilagir og loks eins og að ofan er minnst fækkað um einn 1770 er Danakonungur breytti þeim í Tvíheilaga eins og þeir eru allir þrír í dag.
Þetta er ástæða þess að bara þessir þrír daga hafa Annar í og áður fyrr bæði Þriðja í og Fjórða í að þetta eru Stórhátíðir kirkjunnar og ekki bara þeirrar Lútersku heldur einnig þeirrar Kaþólsku enda meðal þeirra vori þeir Fjórheilagir og þeim ekki fækkað fyrr en með Siðaskiptunum. Talið er að strax við upptöku kristni hér á landi árið 1.000 hafi þessir þrír dagar verið ákveðnir Fjórheilagir.
Einnig er tvennt sem einkennir þessa Stórhátíðardaga en við finnum aðallega fyrir um Jól og Páska því segja má að við sem þjóð að minnsta kosti höfum eiginlega lagt niður Hvítasunnuna nema sem fyrstu ferðahelgi sumars ef vel viðrar og Páskarnir voru seint á ferðinni.
Annarsvegar að þeir eiga sér allir Aðfangadag og helgi þeirra hefst klukkan 6 daginn áður. Þó er það aðeins á Aðfangadag Jóla sem ennþá er haldið í þennan sið. Er það vegna þess að áður fyrr var nóttin talin á undan deginum og hófst nóttin um Miðaftan klukkan 6, enda hvernig öðruvísi gæti Miðnætti verið klukkan 12?
Hinsvegar þótt þessu samkvæmt ef þessir Stórhátíðardagar ættu bara að standa yfir í eina nótt og einn dag, hefði helgi þeirra lokið klukkan 6 að kveldi á Jóladag og tekið við nótt Annars í Jólum þar sem nóttin var talinn á undan deginum, sem samkvæmt lögum skal meðhöndla og reglur gilda, eins og um sunnudag væri að ræða. En nei, þetta voru Stórhátíðir og náðu því einnig yfir lengri tíma og nótt Annars í, það er til 6 að morgni Annars í.
Þetta er ennþá svona og þar sem Íslendingar fara frekar seint á fætur að minnsta kosti á frídögum er fæst opnað fyrr en klukkan 10 á morgni Annars í Jólum og gilda lög eins og um sunnudag væri að ræða þann dag líkt og hefur ætíð verið. En þessir þrír dagar, Annar, Þriðji og Fjórði í, voru allir höndlaðir sem um sunnudaga væri að ræða og giltu því sunnudaga reglur.
Svo við eigum ekki nema 14 almenna frídaga og að meðaltali þá eru þeir að meðaltali ekki nema 13. Því allir þeir dagar sem eru bundnir við dagsetningar geta lent á helgum eins og þessi nýliðnu Jól og Áramótin næstu helgi og eru því ekkert frí.
—
Það sem ég skrifa hér að ofan eru allt saman Almanaks fræði. En þar sem það virðist vera að rugla einhverja í ríminu. En staðreyndin er sú að bæði Þriðji i Jólum sem og Fjórði í Jólum voru frídagar áður fyrr sem og annað sem hér stendur að ofan.
—
Hinsvegar er hér að neðan persónuleg skoðun mín og smá flipp í samhengi út frá staðreyndunum hér að ofan
—
Danakonungur myndi sóma sér vel í Samtökum Atvinnulífsins í dag og finnst mér að þau ættu að gera hann að heiðursfélaga samtakanna.
Sjálfsagt myndi ASÍ finnast það hið besta mál þar sem unnið er að því að stytta vinnustundir hvers unnins dags um 10 mínútur eða korter undir því yfirskini að stefnt sé að 36 stunda vinnuviku. Svo hvað haldi þið, mun ASÍ mótmæla innleiðingu Þriðja í Jólum?
Er ekki komin tími til að krefjast þess að Þriðji í Jólum að lágmarki verði aftur almennur frídagur?
Svo til að smyrja salti í sárin þá var á Þjóðveldisöld til líka Fjórði í Jólum!
Og Fjórði í Páskum!! og Fjórði í Hvítasunnu!!!
Þetta kallar maður nú almennilegt, ekkert verið að pína fólk til þess að slíta sér út fyrir aldur fram með striti í víngarði Drottins.
Ég segi að þetta kalli á allsherjarverkfall alþýðu þessa lands! Og hana nú!!! Við heimtum aftur Þriðja í Jólum!! Eða að minstakosti ég