Verð á myndunum mínum okt. 2022

Fólk er búið að vera að spurja mig hvað ég selji myndirnar mínar á í dag (skrifað 30. okt. 2022), það er þeim myndum sem eru á FB síðunni minni Bragi Halldorsson digital draftsman en allt hækkar jú milli ára. Eftir að hafa snúist í marga hringi og reitt hár mitt ákvað ég að gera þetta bara mjög einfalt og verðleggja allar myndirnar eins.

Þar sem ég sel þær sem A4 og A3 prent og á einhverja 2-3 ramma í hvorri stærð sem ég lét smíða fyrir mig fyrir nokkrum árum og sel ég þá á kostnaðarverði ef fólk vill fá mynd í ramma en á eftir að kanna hvað kostar að smíða sömu ramma í dag. Læt vita þegar ég verð komin með þá tölu en eins þá mun ég selja þá á kostnaðarverði. Ef fólk vill mynd án ramma fylgir með 10% afsláttarmiði frá innrömmurunum, eða þannig var það síðast og sjálfsagt eins núna. Þó sagt án ábyrgðar þar sem ég er ekki búin að tala við þau.

Þá er verðið eftirfarandi

Stafrænar hágæða prentanir

A3
Áritaðar og tölusettar frá 1 upp í 5
Verð án ramma 20.000

A4
Áritaðar og tölusettar frá 1 upp í 10
Verð án ramma 12.000

Þess má geta ef eitthvert ykkar hefði á því áhuga þá er aðeins ein mynd eftir í A3 stærð af meðfylgjandi myndinni af Hjartanu (þegar þetta er skrifað 30. okt 2022, uppfæri ef breytist).

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.