Það er ekki bara 𝜋 Pi daginn sem haldið er upp á á afmælisdegi Albert Einstein þann 14. mars. Líka er haldið upp á dag sem að mörguleiti hefur meiri þýðingu en hann. En það er Alþjóða Spurningadagurinn ( e.International Ask a Question Day)

Alþjóða Spurningadagurinn ( e.International Ask a Question Day) sem er haldinn árlega 14. mars á fæðingardegi Albert Einstein en hann fæddist þennan dag árið 1879.

Í anda Einstein er þennan dag lögð áhersla á gildi forvitninnar, en án brennandi forvitni verður sjaldnast nokkur ný þekking til né sýn á tilveruna.

Kjarni forvitninnar og þar með nýrrar þekkingar eru spurningar. Að spurja sig og aðra spurninga en þó ekki síst setja spurningarmerki við allt, hvað sem það er og ekki síst viðteknar skoðanir og þekkingu liðinna kynslóða og binda sig ekki böndum við skoðanir almennt og hafa þær sem fæstar, því þær eru oft andstæða forvitninnar, þar sem forvitnin og spurningarnar enda því handan skoðana eru engar spurningar, þeim líkur þar og þar með möguleikar nýrrar þekkingar og þroska.

Einstein vildi meina að „færri skoðanir, fleiri spurningar“ væri leiðin til þekkingarinnar, þá sérstaklega nýrrar þekkingar og þroska. Líklega má með góðri samvisku segja að ævistarf hans styðji þessi orð hans.

Og það er alveg sama hvernig við höldum upp á hann. Hvort við spilum einhvern spurningaleik með fjölskyldunni, förum á Pub Quiz eða horfum dreymandi út um gluggann og hugleiðum eitthvað sem fyrir okkur vefst eða glímum við stærðfræðiformúlu sem alltaf hefur verið okkur lokuð bók.

Þessvegna spurja okkur hvað við eigum að hafa í kvöldmatinn en þá má ekki gleyma eftir að það hefur verið ákveðið að spurja okkur, afhverju, afhverju völdum við akkúrat að hafa þetta í kvöldmat?

Því spurningarnar mega aldrei stöðvast og breytast í skoðanir að óþörfu. Þær mega hanga loftinu og fylgja okkur ævilangt ósvaraðar, það er ekkert mál. Má kannski segja að það það séu mikilvægust spurningarnar, þær sem við getum hugleitt endalaust og finnum aldrei svarið við.

Og í stíl Doglas Adams sem fæddist nokkrum dögum á undan Einstein, þann 11. mars held ég að Einstein hefði elskað þessa eilífðar spurningu sem Adams setti fram í hálfkæringi en stendur þó alltaf fyrir sínu sem alvöru spurning sem fylgt getur manni alla ævi.

„Ultimate Question to Life, the Universe, and Everything.“ Ég persónulega hallast að því að Einstein hefði elskað þessa spurningu eða að minnstakosti skilið hvað mikið meira en á yfirborðinu sést hversu stór þessi spurning er og mikið meira en einfaldur brandari eins og Doglas Adams sagði í viðtali hvernig hún hafi komið til, mér bara datt hún allt í einu í hug og pældi ekki í því meir.

Ég held mikið upp á þennann dag þar sem ég er sammála Einstein um gildi spurninga sem hann er þó allsekki einn um að hafa lagt ríka áherslu á og eins ég staglast alltaf á tek ég persónulega undir orð hans af heilum hug;

Færri skoðanir, fleiri spurningar.“

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.