Tal tímans við tímann – Hugleiðing um tilvistarleysi karlmennsku dagsins í dag

Hlustandi á ljóðið Lament af American Prayer verki Doors eftir afmælisbarn gærdagsins, Jim Morrison, kom #metoo upp í bakhöfuðið og öll umræða og hugleiðingar því tengt.

Tal tímans við tímann er svo oft í kross

En líka stundum vekur þetta kross samtal upp hjá manni allskonar hugrenningar. Það sem hefur merkingu A. árið 1967, hefur öðlast merkingu B. árið 2022.

Og öfugt, þvert, afturábak og í kross. Svo sem ekkert sem breytir heiminum að hugleiða það. En ég geri það oft, hafandi meiri áhuga á spurningum en svörum.


Jim Morrison, brot úr ljóði hans Lament af plötunni American Prayer

Lament for my cock
Sore and crucified
I seek to know you
Aquiring soulful wisdom
You can open walls of mystery
Stripshow

—————-

All join now and lament the death of my cock
A tounge of knowledge in the feathered night
Boys get crazy in the head and suffer
I sacrifice my cock on the alter of silence

—————-

Það yrkja varla margir karlmenn svona um tippið á sér, hvorki þá né í dag, en auðvitað er þetta ljóð ekki um kynfæri hans heldur táknmynd. Bara verandi sá kjaftfori maður sem hann var hefur honum örugglega þótt myndlíkingin brill.

Það væri sennilega líklegra í dag að maður sæi konu yrkja sambærilegt eða svipuð ljóð undir merki druslu eða að frelsa píkuna undan þeirri merkingu sem henni hefur verið gefin og endurskrifa skilgreiningu hennar, söguna, tal tímans við tímann.

En ég er bara að pæla upphátt, líkt og ég geri iðurlega og of mikið af finnst sumum. Þetta ljóð hefur svo oft fengið mig til að hugsa og hugleiða ýmislegt. Þar á meðal karlmennsku, kvað það táknar að vera karlmaður.

Og þá sérstaklega í dag hvað sé karlmennska, meinandi að það hefur ekki tekist að mér finnst að endurskilgreina eða segjum skilgreina æskilega karlmennsku í dag í ljósi þess hve gamlar skilgreiningar á henni hafa skaðað og eru hverjum [vonandi] ljóst að eru afdankaðar hugmyndir sem fleyja beri á bálköst sögunnar.

Gallinn er bara sá að ef eldri, segjum síðustu skilgreiningunni á karlmennskunni er hent á bálið, er gallinn sá að það er ekki til nein ný til þess að taka upp og tileinka sér.

Því sitja karlmenn sem ekki samsama sig við eldri, já bara síðustu þessvegna, skilgreiningu karlmennskunnar uppi með tómarúm. Það er engin ný mynd til að karlmennsku sem talar inn í tíma dagsins í dag.

Já, já, það eru til skýrar myndir þess hvað hún eigi ekki að vera, það er búið að teikna þá sviðsmynd upp, en það er aftur á móti ekki búið að teikna upp hvað hún á þá að vera.

Það er ekki kvenna að skilgreina karlmennsku dagsins í dag, en það er eins og karlmenn sem hafa til þess vilja, sjá og skilja vel það sem konur hafa bent réttilega á að sé ekki ásættanlegt að karlmennska dagsins í dag innihaldi, þá vantar algerlega hvað þá?

Þennan bolta hafa karlmenn ekki tekið. Jú, örfáir hafa reynt og hérlendis ekki nema einn sem hægt sé að segja að hafi og sé að reyna að teikna upp nýja karlmennsku sem talar inn i tímann eins og hann er í dag.

Tal tímans í gær við tímann í dag

Það er langt síðan ég heyrði Jim fyrst flytja Lament og síðan eru liðin um 40 ár.

Og hvernig maður sér og skilur ljóðið breytist kannski ekki mikið en sem spegill á kynjaumræðuna og kynmynd karlmanna og karlmennsku almennt, hefur ljóðið verið athyglisverður spegill í gegnum árin og ég á von á því að svo verði áfram.

Einhver kann að segja að ég ætti ekki að setja American Prayer á fónin lengur og hvað þá hlusta á Lament, það hæfi ekki lengur. Lament sé tákn þess sem fólk vill kasta á bál tímans.

En ef svo er; hvert vill fólk að þá sé leitað? Hvar eru skrif, skilgreiningar og ljóð sem endurspegla „ásættanlega karlmennsku“ dagsins í dag? Plús hví að kasta tímanum, er tíminn ekki til þess að læra af honum.

Það er ekki undir neinum kringumstæðum rétt aðferð að skilgreina eitthvað eingöngu út frá því sem manni finnst að það eigi ekki að vera. Það er röng aðferð að nota hana eingöngu og eina og sér. Þótt til þess að endurskilgreina hvað eina sem er sé sá partur að skilgreina það sem við viljum að það sé ekki rétt aðferð, en þá eingöngu og bara einn partur og má aldrei vera eini parturinn. Því það þarf þá að skilgreina einnig hvernig viðkomandi hlutur eigi að vera. Annars verður til tómarúm sem getur aldrei orðið annað en óásættanlegur bastarður og getur aldrei leitt af sér þá breytingu sem þau sem tilgreina hvað sé að og þurfi að hverfa vilja ná fram.

En á meðan karlmenn taka ekki boltann og spyrji þessarar spurningar sem er verulega aðkallandi spurning, hver er, eða ætti karlmennska dagsins í dag, já og á morgun og hinn, að vera. Þá sitja karlmenn jafnt sem konur uppi með það eitt hvað hún ætti ekki að vera og auðvelt að benda á söguna, flæði tímans, en ef það er það eina sem karlmenn hafa í farteskinu að vita kvað þeir eigi ekki að vera? Þá vildi ég ekki vera strákur, hvað þá unglingsstrákur, að alast upp í dag.

Nógu erfitt var fyrir mig að alast upp sem unglingur og ungur maður ekki passandi inn í karlmennsku hugmynd þess tíma, sem var til sem skilgreint fyrirbrigði um hvernig maður ætti að vera, sem ég hvorki var né vildi vera.

En unglingsstrákar í dag hafandi vart nokkuð, í mörgum tilfellum ekkert, annað en skilaboðin um hvað þeir eigi ekki að vera en enga sér eldri karlmenn til þess að kenna þeim neitt annað?

Tal tímans við tímann

Ég hef ekki græna glóru né skoðun á hvernig karlmennska dagsins í dag ætti að vera eða yfir höfuð er. Ég hef aldrei passað inn í neinn kassa hverskonar skilgreininga tilverunnar. Ég hef ætíð bara verið sú skrítna skrúfa sem ég er og fyrir mig er ekki til neinn kassi sem ég passa í, eins og ég hef ætíð verið og ekkert sem bendir til þess að ég muni nokkurn tíma vera nokkuð annað en ég eins og ég er, kassalaus skilgreininga.

En ég hef sem grúskari og pælari, með hverskyns spurningar á heilanum en lítið gefin fyrir skoðanir. Nota bene skoðanir annara, ég vil komast að minni eigin skoðun ef ég mynda mér þá yfir höfuð skoðun, án þess að kaupa skoðanir annarra hráar, hef oft meðal annars pælt í karlmennsku, hafandi aldrei passað inn í þær skilgreiningar sem í gangi hafa verið síðan ég man eftir mér og þá sérstaklega í seinni tíð þar sem þrýstingur kvenna hefur aukist mjög á hvernig sé ekki æskileg karlmennska, hvernig mér fyndist þá að hún ætti að vera.

En líklega er ég ekki rétti einstaklingurinn til þess að komast vitrænni niðurstöðu og svari við því, verandi eins út úr kortinu og skrítin skrúfa sem ég er. Svo það verða að vera karlmenn mér fremri sem það gera.

En hvar eru þeir

Tal tímans í gær við tímann í dag

Ég set því American Prayer á fónin og hlusta á Morrison flytja ljóð sitt Lament ennþá og kannski mun ég alltaf gera það, hvað sem hver segir eða finnst um það.

Og til að enda og toppa þessa hugleiðingu um karlmennskuna, annarsvegar þá karlmennsku sem komin er fram yfir síðasta söludag en engin ný karlmennskumynd komin í staðinn; hvernig væri þá að draga upp úr hatti tímans fræga tilvitnun, sem ég að vísu hef aldrei samsamað mig mið við og hefur oftlega verið notuð svipað og ofangreint ljóð Morrisons Lament.

„There Are Things Known, and Things Unknown, and In Between Is the Cock.“

Er einhver karlmaður þarna út með betri hugmynd um karlmennsku. Karlmennsku sem talar inn í daginn í dag, heldur en þessa tilvitnun upp úr hatti tímans?

Svar óskast. Frá karlmönnum.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.