Stríð var háð í mínu lunga. Þar sem biljónir ofan á biljónir baktería læstar inni í tennisboltastórum slímbolta háðu kafbátastríð í vökva og slímhafi í þrjá mánuði.
Bakteríuherinn neitaði að gefast upp. En þeir töpuðu. Her hvítu blóðkornanna vann þessa orustu, að minnsta kosti í þetta skiptið, án mikilla skemmda og kafbáturinn til sökk til botns.
En kúlukenndi bakteríu kafbáturinn er meðfæddur; ég fæddist með þennan litla bakteríuher þó hann hefur aldrei gert á mig árás áður, fyrr en nú. Ég hef aldrei heyrt um nokkuð þessu líkt Að fæðast með litla bakteríublöðru í lunga sem geta undir einhverjum kringumstæðum vaxið og gert manni slíka skráveifu að orðið geti alvarlegt eins nú varð.
En nú er kafbáturinn skroppin saman í þá smæð sem hann var þegar ég fæddist og sokkin til botns; þar sem það liggur þó í dvala með því sem eftir er af áhöfninni og vonandi verður það þannig og hann til friðs allt til loka minnar ævi.
—————
There was a war going on in my lungs. Were billions upon billions of bacteria locked in a tennis ball-sized ball of slime were waging a submarine war in a sea of fluid and slime and fought this war for three months.
The bacteria army refused to give up. But they lost. The white blood cell army won the battle, at least this time, without too much damage and the submarine sank to the bottom.
But this ball-like submarine is innate; I was born whit a small blob of bacteria army, but it has never made an attack before, until now. Never heard of such a strange thing. Being born with bacterial cysts in the lungs; which under certain circumstances can grow and make a person so sick that it can become serious.
But now, it has sunk to the bottom; where it lays dormant whit what is left of the crew, and hopefully, it will stay that way until the end of my days.
Fyrst póstað á FB myndasíðu mína Bragi Halldorsson digital draftsman