Ræða Krishnamurti þegar hann leysti upp Stjörnufélagið í Íslenskri þýðingu og hugleiðing mín út frá henni

Póstað á FB 1. nóvember 2022 – Skrif Gunnar Dan Wiium póstaði hann deginum fyrr, 31. október 2022 og eru orðrétt afrituð af síðu Gunnars með góðfúslegu leyfi hanns..


Varúð, mjöööög langur inngangur að mjööög langri færslu Gunnars Dan Wiium sem mér finnst einstaklega góð þýðing og samantekt hans á því sem mér finnst um lífið og tilveruna og er að mestu frá Krishnamurti komið og ég las fyrst sem unglingur og hefur fylgt mér allar götur síðan.

Þar sem eðlilega vart margt fólk mun lesa þessi skrif alla leið til enda, enda mjög langt, set ég þessa hugleiðingu ásamt skrifum Gunnars Dan Wiium hér að neðan á vefinn minn, bragihalldorsson.com en þar er ég að reyna að safna saman skrifum og öðru sem ég hef og er að pósta hér og hvar á netinu og finnst ástæða til að halda til haga á einum stað svo alltaf er hægt að lesa þetta í rólegheitunum og betra tómi en á skrollinu á FB.

Gjöriði svo vel sem í þessa langloku leggið en í henni kemur fram hví ég æ staglast á gildi spurninga fram yfir svör/skoðanir og rökin fyrir því.

Stjörnufélagið var stofnað í kringum þá kenningu sem sett var fram þegar Krishnamurti var aðeins 12 ára, að hann væri Messías.

Ótrúlegt að hann hafi fyrir það fyrsta sloppið óskaddaður frá því að vera frá 12 ára aldri alinn upp til þess að vera Messías, sem honum var bara tilkynnt af forsvarsfólki Guðspekifélagsins á Indlandi sem fengu leifi foreldra hanns til þess að taka hann í fóstur sem og yngri bróður hans og ala hann upp í þetta hlutverk því þau trúðu því að svo væri. Að hafa sloppið óskaddaður frá og náð því að þroskast til þess manns sem hann var, sem er mjög langt í frá líkt og annað fólk og í raun vart sambærilegt nokkru sem nokkur annar hefur sett fram. Hvað þá að fólk vilji ennþá daginn í dag bekenna; enda vont og mjög erfitt að kyngja. Það er mikið auðveldara að aðhyllast bara einhverja aðkeypta trúar-stjórmála eða sjálfshjálparbóka pakkaskoðun heldur en reyna að lifa á einhvern hátt í líkingu við það sem hann lagði til, það er í rauninni ógerningur, vonlaust, en það má alltaf reyna.

Nota bene, lagði til, hann sagði aldrei að það væri rétt, ætíð að það gæti allt eins verið rangt, ekki beint uppörvandi né til að gera manni auðvelt fyrir.

Því var spáð að þegar hann myndi að endingu stíga fram sjálfur og tala að þá myndi því sem hann segði sem og honum sjálfum, verða hafnað. Svo áhrifamikið yrði það enda átti drengurinn jú að vera Messías. Fólkið í Stjörnufélaginu var því stöðugt að undirbúa sig fyrir hið óvænta og að geta höndlað alveg sama hvað hann myndi segja.

En á þessu áttu þau enganveginn von og auðvitað höfnuðu þau hugmyndum hanns og honum.

Hann átti eftir þetta stórmerka ævi og starf sem „ekki“ Messías. Ég kynntist fyrst hugmyndum hans þegar ég las ævisögu hans sem unglingur, að vísu var hún ekki skráð af honum og hann ekki fallin frá svo þetta var meira frásögn og staðreyndir um ævi hans og félagið en minna um hvað hann boðaði, sem ég eftir lestur þeirrar bókar fór að kynna mér.

Ennþá daginn í dag les ég eða hlusta á svör hans við spurningum fólks sem vildi spyrja hann einhvers. Á Youtube má til dæmis finna fjölda myndbanda sem voru tekinn flest upp í almenningsgarði og eru öll svörin óundirbúinn, það er hann vissi fyrirfram ekki hvers hann yrði spurður.

Sagt er að hann hafi flutt þessa ræðu hér að neðan óskrifaða og óundirbúinn en innblásinn af því að hafa hugleitt vel og lengi það sem honum hafði verið kennt og innrætt frá 12 ára aldri og er hún því merkilegri fyrir vikið, en mér hefur alltaf fundist fróðlegast að lesa eða hlusta á þessi svör hans við óundirbúnum spurningum.

Það hafa verið gefnar út fjöldi bóka með Q & A en lítið af hans eigin skrifum enda skrifaði hann mjög lítið og þá helst um gildi skóla og kennslumál en hann eyddi æfinni í að ferðast um heiminn og stofna skóla, sérstaklega á fátækari stöðum og í mörgum löndum, sem og afla fjár til að halda uppi rekstri þeirra.

Það kemur ljóst fram í þessar ræðu hans þegar hann leysti upp Stjörnufélagið hví hann forðaðist að leggja fram og rita kenningar og þar með hví nánast allt sem eftir hann liggur eru svör sem hann í flestum tilfellum snéri frekar upp í aðrar spurningar sem honum fans að væri kjarninn að baki einfaldra spurninga allskonar fólks, þessvegna bara einhverra gesta í almenningsgarðinum sem rambaði inn á einhverja af þeim samkundum sem voru teknar upp þar.

Vonlausum spurningum eins og „Hvað er hamingja og hvernig get ég öðlast hana,“ sem að vísu hann kemur aðeins inn á í ræðu sinni, en ætti ekki að leggja fyrir nokkurn þá spurningu, en svar hans sem er nokkuð langt og er að mig minnir myndband með því á Youtube, er stórmerkileg að hlusta á líkt og flest sem frá honum kom um ævina.

Hann segir manni mjög einfaldan hlut í öllu því sem hann gerði og sagði, ekki spurja mig, spurðu sjálfan þig, ég get ómögulega vitað svarið við því hvernig þú sem einstaklingur getur öðlast þetta eða hitt, aðeins þú getur vitað það og ef þú veist það ekki í dag, þá þarftu bara að líta betur inn á við og spurja sjálfan þig, því þar er þitt svar, þitt eina rétta svar, sem þarf ekkert að vera sama svar og næstu manneskju en er rétt fyrir þig.

Ég hef spurt mig margs um ævina og á svör við fæstu sem er ekkert skrítið, maður er jú bara einföld sál líkt og flest allt fólk og aðferðirnar sem hann lagði til að maður reyndi að nota fjandanum erfiðari í framkvæmd. Ég hef þó reynt að hafa hugfast þau orð hans að spurja sé í rauninni mikilvægara en að svara, en þar gerir hann lítið úr sínum svörum sem og sér sjálfum enda hafnaði hann sem fyrr segir og fram kemur í ræðu hans, þeirri hugmynd að hann væri einhver heimsfræðari.

Heimsfræðarar værum við öll en þau fræði ættu bara við um okkur sjálf en ekki aðra og því ekki ástæða og raunar óæskilegt að mynda sér altæka skoðun fyrir alla út frá sýnum persónulegu svörum, því manns eigin svör við sýnum eigin spurningum gætu óhjákvæmilega aldrei getað átt við alla, til þess erum við of ólík og fjölbreytileg, í raun einstök öll saman og alheimur út af fyrir sig hvert og eitt okkar, svo engin svör gætu verið altæk fyrir alla, altæk fyrir alla lesist skoðanir.

Það er í raun að mestu frá honum komið þessi þráhyggja mín að tönglast sífellt á gildi góðra spurninga og offramboðs altækra svara sem séu oftast til lítils gagns og frekar óþurftar og mjög oft hættulegar. En spurningar, þær skal maður eilíflega spurja, en svörin verðum við hvert og eitt að finna hjá okkur sjálfum sem er ævilangt og óleysanlegt verkefni en það eina sem hver getur gert, það er ekki önnur leið í boði. Því engin getur átt svar fyrir okkur hvert og eitt og því öll speki heimsins og sjálfs hjálpar bækur hið versta mál því þar er boðað hið altæka, sama á við um trúar og stjórnmálaskoðanir, engin þeirra getur nokkurntíma verið hið eina rétta, því hið eina rétta fyrir þig er ólíklega hið eina rétta fyrir næstu manneskju hvað þá heiminn allann.

Því finnst mér spurningar vera mikilvægari en svör (lesist skoðanir) og mest er þarafleiðandi gildi „góðra“ spurninga, spurninga sem snerta grundvöll þess sem við erum hvert og eitt.

Það geta aldrei verið sömu spurningarnar sem hafa mest gildi fyrir þig og þær sem hafa mest gildi fyrir mig. Því ætti enginn að taka í rauninni neitt mark á því sem mér finnst nema ef viðkomandi finnst það hafa eitthvert gildi fyrir sig. Því mitt svar við minni spurningu hefur orðið til hjá mér út frá því hvernig ég er og ævi mín hefur verið en engin annar er eins og ég né hefur átt sömu ævi, svo spurningarnar eða svörin sem eru rétt fyrir þig þurfa engan vegin að vera þau sömu og eru rétt fyrir mig.

Þetta er fjandanum erfiðara að finnast og hvað þá reyna að fylgja í lífinu. Í rauninni vonlaust eilífðar verk en að minstakosti fyrir mig finnst eðlilegra en að kaupa tilreidd altæk svör sem offramboð er af og eru öll mismunandi, mótsagnakennd, ósammála og misvísandi og geta því eðli sínu samkvæmt ekki verið altækt rétt fyrir allt fólk heimsins og til lítils gagns eins og sagan sínir okkur; verið og eru eilífðar uppspretta rifrildis, átaka og stríðs.

Hörmungar mannlegs samfélags má í flestum tilfellum rekja til þess að einhver spurði sig spurningar og svaraði spurningunni eðlilega sjálfur sjálfum sér en síðan í óþurft alls mannkyns fór að trúa því að svör sín væru altæk og ættu við um allt fólk.

Svona hafa allra þessar ólíku hreifingar og skoðanir orðið til. Hreifingar fólk sem sameinast um skoðanir sem í upphafi voru bara réttu svörin fyrir eina manneskju en allsekki altæk svör fyrir alla.

Og eins og Krishnamurti nefndi í ræðu sinni þegar hann leysti upp Stjörnufélagið, engin félög, bara hver með sér, það er eina leiðin sem er í boði í raun og veru ef kafað er djúpt ofan í öll þau svör/skoðanir sem í boði eru í heiminum, öll ólík og stangast öll á og geta því engin þeirra verið rétt fyrir alla.

Því segi ég alltaf, spurningarnar eru mikilvægari en svörin, sérstaklega góðar spurningar, lesist þær spurningar sem mestu varða fyrir hvert og eitt okkar, spurningar um það sem við í lífinu höfum þurft að glímt við, lent í eða fæðst með, spurningar um allt það sem við erum hvert og eitt en til þess að vera „góðar“ spurningar þurfum við að átta okkur á um hvað öll okkar reynsla snýst um raunverulega því vondar spurningar geta afvegaleitt okkur og gefið okkur röng svör, nota bene enn og aftur, fyrir ein okkur en enga aðra.

Skoðanir er best að hafa sem fæstar en geima vel með sér góðu spurningar, þær eru það eina sem hafa eitthvað gildi í lífi manns en engar spurningar né svör geta átt við um alla eða verið hið eina rétta fyrir alla, jafnvel heldur ekki okkur sjálf.

Þessu er erfitt að kyngja og ennþá erfiðara að reyna að lifa eftir, að ekkert í heiminum sé í rauninni rétt né geti verið rétt né vitlaust, en aðeins sumt geti verið rétt en þá eingöngu fyrir mann sjálfan og eingöngu maður sjálfur getur svarað sínum eigin spurningum. Þetta er einmanalegt ferðalag og líklega þessvegna sem svo fátt fólk leggur í það, við erum jú hópdýr vegna þess að sterkasta tilfinning okkar er ótti og í hópnum finnum við öryggi gegn óttanum. En ein á ferð í veglausu landi spurninga án svara verðum við óhjákvæmilega að búa við þennan ótta. Óttann um að allt geti verið rangt, óttan við að það er engin né ekkert sem getur sagt okkur hvort það svar sem við höfum komist niður á sé rétt eða rangt.

Því er ekkert skrítið að ég tali fyrir daufum eyrum þegar ég þrástagast á að spurningar séu mikilvægari en svör (skoðanir) enda offramboð á skoðunum og eins og ég nefni hér að ofan geta aldrei verið réttar fyrir alla og við getum ekki vitað hvort einhver skoðun þarna úti sé rétt svar við spurningu sem snertir bara okkur ein. Eðlilega óttumst við því eilífar spurningar og fá svör því viljandi erum við eðlilega teg til að koma okkur í aðstæður sem við óttumst, nóg framboð er víst af ótta í heiminum sem við höfum ekkert beðið um né viljum vera í að við förum ekki að búa til okkar eigin ótta sjálfviljug.

En ég hef síðan ég var unglingur og fór að pæla í lífinu og tilverunni ekki fundið að það sé nokkur önnur leið til, like it or not.


Orðrétt afritun af skrifum Gunnar Dan Wiium, feitletranir eru mínar:

Stjörnufélagið leyst upp

Á tjaldbúðaþingi Stjörnufélagsins, sem haldið var í Ommen í Hollandi þann 2. ágúst árið 1929, tilkynnti Krishnamurti upplausn Stjörnufélagsins. Stjörnufélagið var angi innan Guðspekifélagsins sem stofnaður var utan um meintan heimsfræðaran Jiddu Krishnamurti.

Við það tækifæri sagði hann meðal annars: ,,Vér ætlum í dag að ræða upplausn Stjörnufélagsins. Margir munu gleðjast yfir þeirri ákvörðun, en aðrir munu hryggjast. Í rauninni er hvorki ástæða til að gleðjast né hryggjast, því að þetta spor var óumflýjanlegt, eins og ég mun nú sýna fram á”.

En hér fyrir neðan er ræðan í heild sinni. Ræðan er stórmerkileg og upplýsandi. Í þessu samhengi langar mig að segja ykkur frá því þegar vinur minn spyr mig um daginn hver tilgangur egósins sé eiginlega. Stór spurning og milljón svör en það sem spratt úr dökkum viskubrunni var að tilgangur egósins sé eflaust að skapa nógu mikla þjáningu til svo að leysa egóið upp smátt og smátt.

En allavega hér er ræðan.

“Ég held því fram að sannleikurinn sé veglaust land, og þér getið ekki nálgast hann með því að fylgja neinum troðnum slóðum, trúarbrögðum eða sértrúarflokkum. Þetta er mitt sjónarmið og ég held því fram skilyrðislaust. Það er ekki hægt að binda sannleikann í kerfi, því að hann er takmarkalaus, hlítir engum skilmálum og ekki hægt að nálgast hann eftir neinum vegi; jafntilgangslaust er að stofna félög til að leiða eða þvinga fólk inn á einhverja sérstaka braut. Ef þér skiljið þetta, þá sjáið þér hve fráleitt er að skipuleggja trú. Trú er algert einkamál og þér getið ekki og megið ekki binda hana í kerfi. Ef þér gerið það, þá deyr hún, verður steinrunnin; hún verður að trúarjátningu, sértrúarflokki, trúarbrögðum, ætluð til að troða upp á aðra.

Þetta er það sem menn úti um allan heim eru að reyna að gera. Sannleikurinn er bundinn í viðjar og gerður að leikfangi fyrir þá sem eru veikgeðja, fyrir þá sem eru óánægðir í svipinn. Það er ekki hægt að draga sannleikann niður, heldur verður hver og einstakur að leggja það á sig að klífa upp til hans. Það er ekki hægt að koma með fjallstindinn niður í dalinn.

Frá mínu sjónarmiði er þetta því fyrsta ástæðan til þess að leysa beri upp Stjörnufélagið. Sennilega munuð þér stofna önnur félög og halda áfram að vera í félögum til að leita sannleikans. Ég kæri mig ekki um að vera í neinum félagsskap sem vill leiðbeina mönnum í andlegum efnum; ég bið yður að skilja það …

Félög sem stofnuð eru í þessum tilgangi verða að hækjum og hindrunum, þau veikja þá menn sem nota þau og kippa úr vexti þeirra. Maðurinn verður sjálfur að uppgötva hinn algilda, takmarkalausa sannleika og á þann hátt fullkomna hið sérstaka einstaklingseðli sitt. Þetta er önnur ástæðan til þess að ég, sem formaður Stjörnufélagsins, hef ákveðið að leysa það upp.

Þetta er ekkert afreksverk, því að mér er alvara með það að ég vil enga áhangendur hafa. Þér hættið að fylgja sannleikanum þegar þér farið að elta einhvern leiðtoga. Ég læt mig engu skipta hvort þér gefið gaum að því sem ég segi eða ekki. Það er sérstakt hlutverk sem ég ætla að vinna í heiminum og ég ætla að rækja það af óhvikulli einbeitni. Það eina sem máli skiptir fyrir mig er að gera mennina frjálsa. Ég vil losa þá úr öllum fjötrum, við allan ótta en ekki stofna ný trúarbrögð, nýja sértrúarflokka eða búa til nýjar kenningar eða heimspekikerfi. Eðlilegt er að þér spyrjið mig hvers vegna ég sé þá að ferðast um heiminn og sífellt að halda fyrirlestra. Ég skal segja yður hvers vegna ég geri það; það er ekki af því að ég sé að leita fylgis, ekki af því að ég vilji safna um mig sérstökum hópi af sérstökum lærisveinum. En hve menn þrá að vera ólíkir meðbræðrum sínum og hve hlægilegur, fjarstæðukenndur og ómerkilegur sá afbrigðileiki er! Ég vil á engan hátt stuðla að slíkri fjarstæðu. Ég hef enga lærisveina, enga postula, hvorki á jörðinni eða í ríki andans.

Ekki er það heldur ljóminn af peningum eða löngunin eftir lífsþægindum sem laða mig. Ef ég leitaði lífsþæginda, mundi ég ekki koma hingað í tjaldbúðirnar eða lifa í votviðrasömu landi! Ég segi yður þetta í hreinskilni, því að ég vil að þetta sé afgreitt í eitt skipti fyrir öll. Ég kæri mig ekki um þessar barnalegu umræður ár eftir ár.

Blaðamaður sem átti tal við mig taldi það þrekvirki að leysa upp félag sem hefur mörg þúsund manns innan sinna vébanda. Honum fannst þetta þrekvirki, ,,…því,” sagði hann, ,,hvað ætlið þér að gera á eftir, hvernig ætlið þér að haga lífi yðar? Þér fáið enga fylgismenn og fólk hættir að hlusta á yður.” Þó að aðeins séu fimm menn sem hlusta, sem lifa, sem ekki missa sjónar á eilífðinni, þá er það nóg. Hvað stoðar fylgi þúsunda, sem skortir skilning, sem hvíla á mjúkum beði hleypidóma, sem kæra sig ekki um hið nýja, en kjósa heldur að umbreyta hinu nýja svo að það hæfi þeirra eigin ófrjóa, staðnaða sjálfi?

Sjálfur er ég frjáls, óháður, og í mér býr hinn fullkomni, eilífi sannleikur; þess vegna vil ég að þeir sem reyna að skilja mig séu frjálsir, en ekki fylgjendur mínir. Ég vil ekki að þeir búi til úr orðum mínum nýja fjötra, ný trúarbrögð, nýjan sértrúarflokk. Þeir ættu að vera lausir við allan ótta, hvort heldur er guðsótti, ótti um sáluhjálp sína, ótti við ástina, ótti við dauðann, jafnvel við lífið sjálft. Listamaðurinn málar myndir sínar af því að hann hefur yndi af að mála, af því að það er sjálfstjáning hans, dýrð hans, vellíðan hans. Á sama hátt vinn ég verk mitt án þess að ætlast til neins af neinum. Þér lifið í andrúmslofti kennivalds, sem þér haldið að muni lyfta anda yðar. Þér haldið og vonið að einhver annar geti með yfirnáttúrlegum mætti sínum – með kraftaverki – lyft yður upp í ríki eilífs frelsis og fullsælu. Öll lífsskoðun yðar er reist á trú yðar á slíkt kennivald.

Þér hafið hlustað á mig í þrjú ár og engum breytingum tekið, að örfáum mönnum undanteknum. Grandskoðið nú það sem ég segi, verið gagnrýnin, svo að þér skiljið það fullkomlega, til hlítar.

Í átján ár hafið þér verið að búa yður undir þennan atburð, undir komu heimsfræðarans. Í átján ár hafið þér verið félagsbundin, þér hafið leitað að einhverjum sem gæti gefið huga yðar og hjarta nýjan fögnuð, sem gæti umbreytt lífi yðar, sem gæti gefið yður nýjan skilning; að einhverjum sem gæti lyft yður á æðra lífssvið, sem gæti gefið yður nýjan kjark, sem gæti gert yður frjálsa – og sjáið nú hvað er að gerast! Íhugið, hugleiðið með sjálfum yður og sjáið á hvern hátt þessi trú hefur breytt yður – ekki á þann yfirborðslega hátt sem birtist í því að vera með félagsmerki, slíkt er auvirðilegt, fáránlegt. Á hvern hátt hefur slík trú sópað burt öllu því sem ónauðsynlegt er í lífinu? Á þennan hátt einan er unnt að dæma: á hvern hátt eruð þér frjálsari, meiri, hættulegri hverju því samfélagi sem reist er á því sem er falskt og óþarft? Á hvern hátt hafa félagar þessa Stjörnufélags breyst?

Þér treystið á einhvern annan til að auðga anda yðar, einhvern annan til að öðlast fullsælu, einhvern annan til að öðlast upplýsingu … þegar ég segi; lítið í eigin barm til að öðlast upplýsingu, dýrð, hreinsun og óeigingirni sjálfsins, mun ekki einn af yður fara að ráðum mínum. Kannski fáeinir, en sára, sárafáir. Til hvers er þá að hafa félag?

Enginn maður getur gert yður frjálsa; ekki heldur skipulögð tilbeiðsla, né barátta yðar fyrir einhverjum málstað, né þátttaka í einhverjum félagsskap, né heldur þó að þér sökkvið yður niður í eitthvert starf; ekkert af þessu getur gert yður frjálsan. Þér notið ritvél til að skrifa bréf, en þér setjið hana ekki upp á altari og tilbiðjið hana. Það er einmitt það sem þér gerið þegar félagsskapur verður helsta áhugamál yðar. ,,Hvað eru félagsmenn margir?” Það er fyrsta spurningin sem allir fréttamenn spyrja mig. ,,Hve marga fylgismenn hafið þér? Af tölu þeirra getum við ráðið hvort þér segið satt eða ekki.” Ég veit ekki hve margir þeir eru. Ég læt mig það einu gilda. Þó að aðeins einn maður öðlist frelsi væri það nóg

Þér ímyndið yður enn, að það séu vissir menn sem geyma lykilinn að konungsríki hamingjunnar. Sá lykill er yðar eigið sjálf, og einungis í þróun og hreinsun og ósíngirni þess sjálfs er konungsríki eilífðarinnar fólgið … Þetta eru þá nokkrar af þeim ástæðum sem liggja til þess að ég hef, eftir tveggja ára vandlega íhugun, tekið þessa ákvörðun. Hún er ekki tekin í fljótræði. Enginn hefur talið mig á að taka hana – ég er ekki talhlýðinn í slíkum efnum. Í tvö ár hef ég velt þessu fyrir mér, hægt, vandlega, af þolinmæði, og ég hef nú ákveðið að leysa upp Stjörnufélagið, þar sem ég er formaður þess. Þér getið stofnað önnur félög og beðið þess að annar komi. Á slíku hef ég engan áhuga, né heldur á því að búa til ný búr eða nýjar myndir til að skreyta þau búr. Hið eina sem ég hef áhuga á er að gera mennina algerlega og skilyrðislaust frjálsa.”

Tengill í færslu Gunnars á Facebook


Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.