Inngilding er einfaldlega að bjóða þreyttum gestum okkar sem eru að óska eftir að fá að dvelja lengur í landinu en venjulegir túrista af rómaðri Íslenskri gestrisni upp á kaffi og með því

Mynd úr myndaalbúmi Lemúrsinn, Myndin tekin í stofunni á Prestsbakka á Síðu, líklega árið 1902


Val mitt á orði dagsins í dag er

inngilding

Sjaldan hugleitt orðið en finn mig óvænt í dag í þeirri stöðu að vanta orð fyrir e. inclusion og án aðgreiningar sem áður var notað finn ég núna að ekki passar.

Hafandi ekkert eitt stakt orð yfir inclusion annað en inngilding, finnst án aðgreiningar hafa tapað þeim áhrifum sem til stóð upprunalega. En öll nýyrði eiga það sameiginlegt að ef ekki notuð eru þau merkindarlaus og andvana fædd.

Svo óvænt í dag finn ég mig allt í einu í kringumstæðum vantandi stakt orð yfir inclusion, þá vaknar orðið inngilding af værum svefni í huga mér og öðlast merkingu þar sem um manneskju er að ræða sem stendur fyrir framan mig og við horfumst í augu, tölum ekki sama tungumálið, björgum okkur á ensku líkt og almennt er orðið reglan enda broken englis mest talaða tungumál heimsins.

En þegar ég er að hugleiða stöðu þessarar manneskju og annarra í sömu sporum þá fann ég mig vantandi orð og rifjaðist upp þetta orð, inngilding. Fannst það heldur bragðdauft í fyrstu en hefur vaxið mér í huga jafnt og þétt eftir því sem ég hef verið að læra hver staða þessarar manneskju er og margra annarra í sömu stöðu.

Ég er að tala um flóttafólk sem vantar að við ekki bara tökum á móti þeim og förum svo að hugsa um eitthvað annað, heldur af forvitni um samfélög og samskipti fólks í heiminum, ólíka menningu jarðarbúa sem ég er mjög forvitinn um og vil fræðast.

Spyr til þess að fræðast sem ég ekki gæti ef ég væri ekki svo heppinn að fá þetta tækifæri og segir til þess að kenna og bjóða viðkomandi að taka þátt í einföldu Íslensku hversdagslífi þar sem hversdagsmatur okkar er viðkomandi algerlega framandi og maður fer að sjá grjónagraut með slátri í nýju ljósi því ég sjálfur læri rétt eins mikið af því að taka þátt (inclusion) í þeirri inngildingu sem þarf að eiga sér stað, það er að persónulega kynnast einhverjum af öllum þeim gestum sem eru okkur að sækja heim og óska eftir að fá að dvelja lengur en hefðbundnir túristar, flóttafólki, ekki bara sem á pappírum er veitt landvistarleyfi og eftir það eru bara andlitslausar tölur sem rífist er um hvort séu of háar eða lágar, heldur deila hversdagslífi með aðeins einni manneskju þar sem nánast ef ekki allt Íslenskt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut er framandi.

Í þessu ákveðna tilfelli er án aðgreiningar einfaldlega enganveginn passandi. Án aðgreiningar er stofnanamál en hvað þegar kemur að einstaklingnum? Þá verður orðið inngilding lifandi þótt ennþá finnist mér það hálf skrítið en eitthvað orð verð ég og vil hafa og getað notað því það sem enska orðið inclusion stendur fyrir er mikilvægt og án aðgreiningar nær þinst mér illa utan um það.

Þá er bara að smíða nýtt orð og er það búið í þessu tilfelli en það er með nýyrði sem ekki eru gagnsæ að þau eru oftast erfið fyrst en ef maður fær tækifæri til þess að láta á það reyna að skorta orð eða hugtak sem nær utan um það sem maður vill sjá að meira sé gert af og ég er að fá einstakt tækifæri þótt stutt sé til þess að kynnast og deila með einfaldasta daglega Íslenskum hversdag með manneskju þar sem þessi hversdagur er svo framandi þá verður orðið inngilding lifandi, að minstakosti fyrir mér.

Eftir þessa reynslu mína myndi mig langa til þess að fá fleiri tækifæri til þess að taka þátt í inngildingu aðkomufólks til Íslands, sérstaklega þeirra sem eru langt að komin og allt svo framandi.

Ég er þó ekki viss um að ég geti það eða bjóðist fleiri tækifæri til þess sökum veikinda minna en ég fagna því að hafa fengið þetta tækifæri núna til þess að taka þátt í inngildingu viðkomandi manneskju inn í Íslenskt samfélag sem og allt það sem ég hef lært í leiðinni.

Væri held ég mjög til bóta að fólk notaði þetta orð meira svo það öðlist ríkara líf en er hræddur um að það muni ekki eignast ríkt líf nema meðal þeirra sem fá það einstaka tækifæri að taka þátt í inngildingu einhvers langt aðkomandi gests til okkar fámenna lands með nægt pláss fyrir fjöldann allan að fleiri gestum og samkvæmt ríkri Íslenskri gestrisni byrjuðum á því að bjóða upp á kaffi og með því og setjast svo niður með gesti þessum og spurja frétta utan úr hinum stóra heimi og um ferðalag viðkomandi um langan okkur oftlega svo framandi veg.

Við erum öll ríkari ef við myndum þótt ekki væri annað en einn sunnudagseftirmiðdag að taka á móti aðkomufólki með þeirri Íslensku gestrisni heldur en loka þau úti úr hversdegi okkar og horfa á sem tölur á blaði.

Inngilding er gestrisnin, kaffi og með því. Oft þarf það ekkert að vera meira en þá þurfa líka sem flestir að taka þátt, það má sín lítils ef aðeins fáir bjóða gestum okkar upp á kaffi og með því og ræðum hvernig og hvort með einhverjum hætti sé hægt að munstra viðkomandi inn í Íslenskan hversdaginn. Hvað finnst þeim um randalín með kaffinu eða grjónagraut með slátri ef spjallið dregst á langinn og boðið er upp á þá sjálfsögðu gestrisni að bjóða viðkomandi að borða með manni fyrst klukkan er að ganga sjö og tími til kominn að setja eitthvað einfalt yfir?

Þetta er inngilding. Rauði krossinn minnir mig hefur í framhaldi af stórgóðum árangri af verkefninu heimsóknarvinir reynt að innleiða það fyrir langt að komna gesti að Íslendingar sýni sína góðu gestrisni og líkt og heimsóknarvinirnir bjóða í kaffi og með því.

Flóknari þarf þáttaka hvers og eins á inngildingu ekkert að vera, en á þessum orðum mínum held ég að hvur sjái að án aðgreiningar passar vart við lengur, að minstakosti ekki í þessu samhengi.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.