Í Búsáhaldabyltingunni var mikið rætt um að stofna Samfélagsbanka og/eða sparisjóði en ekkert gerðist í þeim efnum. Skrítið nokk að með aukinni tækniþróun hefur orðið til það sem kallað hefur verið Fjártækni, meðal annars. Allskonar App dæmi sem sjá um ýmis lítil horn fjárstreymis á netinu að mestu fram hjá gömlum rótgrónum bönkum.
Og af þeim tilraunum sem verið hafa prófanir á er aðeins eitt sem hefur að leiðarljósi að sá sem „hagnist“ sé viðskiptavinurinn. Það er INDÓ, ef þið hafið ekki heyrt á það minnst.
INDÓ er komið með Sparisjóðsleyfi og þar með leyfi til þess að starfa alþjóðlega, komið inn á línurnar sem liggja þvers og kruss um heiminn.
Hugmyndin er svo grátlega einföld að ég get vart annað en hlegið þegar ég borga minna með INDÓ Debetkortinu mínu, sem situr við hliðina á Aríon Debetkortinu mínu í símanum mínum og safnar núna ryki því ég er að færa mig alfarið yfir til sparisjóðsins INDÓ.
Það er búið að taka tíma að þróa tæknina og fá allt til að virka og á meðan hefur hópi og hópi verið hleypt inn í Betatest hópinn sem tekið hefur þátt í að þróa Appið, en Sparisjóðurinn er bara App, en þú færð líka hefðbundið Debetkort ef þú vilt nota það frekar.
OK, og hver er svo galdurinn? Engin færslugjöld, engir vextir, bara borga og enginn bakreikningur. Sértu erlendis að nota kortið/símann þinn, færðu Evruna á örlítið minna en manneskjan við hliðina á þér því Íslenskir bankar taka drjúg færslugjöld af gjaldeyrisviðskiptum.
Þetta er bara einfaldur launareikningur og netbanki í Appi. Allir reikningar sem koma inn á netbankann þinn koma þarna líka eins og um hvaða netbanka sem er.
En það er engin yfirbygging. Það eru engir hraðbankar (verða kannski, sumir hafa beðið um þá og INDÓ snýst bara um að gera, að reyna að gera ef þau geta gert það ódýrt sem notendurnir vilja), ekkert útibú, ekkert, bara eitt App.
En hvar fá þau þá pening til þess að reka batteríið ef þau rukka þig, viðskiptavininn, notanda kortsins, um neitt? Nei, verslanir eða aðrir sem taka við greiðslu þinni með INDÓ þurfa ekkert að borga auka heldur, enginn þarf að borga eitt né neitt.
So where is the money for them to run the company?
Jú, hjá Seðlabankanum. Fyndið nokk. Samt ekki þannig að Seðlabankinn sem slíkur borgi þeim neitt sem hann borgar ekki öllum öðrum Bönkum og Sparisjóðum.
Fjármálakerfið virkar nefnilega þannig að alveg eins og við, fólkið í landinu, látum peningana okkar liggja inni á reikningi hjá bankanum okkar og notum hann svo smátt og smátt, þá geymir á meðan bankinn þinn þann hluta af peningunum þínum sem þú ert ekki að nota þá stundina inni á reikningi hjá Seðlabankanum og fær innlánsvexti fyrir (eitthvað sem Íslenskir bankar jú bjóða ennþá, held að það sé um 0,05%, eða 0.005% af veltureikningi en Seðlabankinn bíður betur).
Svo INDÓ með því að reka enga yfirbyggingu, vera bara með eitt einfalt App, sem þú getur samt gert allt í sem þú getur gert í Appi „stóru“ bankana. Þannig nægja innlánsvextirnir sem þau fá með því að geima þann hluta af peningum þínum sem er inn á INDÓ reikningnum þínum hjá Seðlabankanum og fá fyrir það innlánsvexti og þeir duga fyrir launum starfsfólks Sparisjóðsins, þetta er nú allur galdurinn.
Svo núna á næstunni að mér skilst mun INDÓ opna formlega dyrnar fyrir hvern og einn en hætta að hleypa inn litlum hópum í einu eins og þau eru búin að vera að gera á meðan vinnan hefur staðið yfir við að slípa allt til og vera þess viss um að allt virki eins og það á að virka. Og núna er allt farið að virka eins og um hvaða Banka App sem væri og þá geta allir stofnað launareikning hjá INDÓ og geta sparað sér öll færslugjöld, þá meina ég, öll færslugjöld INDÓ. Sem dæmi um færslugjöld sem þau ráða ekki við er sem dæmi ef þú ferð í hraðbanka einhvers banka og tekur út pening þá getur INDO engu um það ráðið hvað eigandi hraðbankans, viðkomandi banki, rukkar fyrir að fólk noti hraðbankann.
Það er búin að vera lokuð grúppa hér á FB þar sem notendur prufukeyrslu kortsins og Appsins hafa geta komið öllu á framfæri við INDÓ, hvort sem það er útlit kortsins eða hvaða þjónustu fólk vill fá næst osf. eðlilega þar sem þetta er búið að vera í prufukeyrslu þá koma upp vandamál og þau eru leist. INDÓ megin í grúppunni er sjálft fólkið sem er að þróa og forrita þetta allt saman svo það hefur verið stysta mögulega boðleið.
Svo, öllum þessum árum síðan fólk ræddi fjálglega um það sína á milli á mótmælunum á Aisturvelli um að það væri nauðsinlegt að stofna Samfélagsbanka, gjöriði svo vel, Sparisjóðurinn INDO sem kostar þig ekkert að nota reikninginn/Appið þitt, Seðlabankinn borgar
Ég get hikstalaust mælt með INDÓ þegar þau munu loksins opna dyrnar fyrir alla, ég er að minstakosti ánægður viðskiptavinur minsta Sparisjóðs landsins.