Frelsi peninganna

islandska-kronor - Alex Waltner – Swedish Nomad - https://www.swedishnomad.com/currency-iceland/

„Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis.“ segir í frétt í FBL í dag.

Upptalningin með fréttinni sýnist mér vera nákvæm upptalning á því sem bankarnir/eigendur bankanna notfærðu sér. Hér er frelsi peninganna tíundað með þeim afleiðingum sem við þekkjum.

Stjórnvöld gáfu peningunum þetta frelsi, eigendur bankanna nýttu sér það til fullnustu.

1. Auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri.

2. Auknar heimildir til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda.

3. Auknar heimildir til að fjárfesta í fasteignafélögum.

4. Auknar heimildir til að veita lán til kaupa á eigin hlutum.

5. Minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja.

6. Auknar heimildir til að reka vátryggingafélög.

7. Auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum.

Heimild: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.