Dagur Ljótu Jólapeysunar – Er haldin hátíðlegur þriðja föstudag í desember ár hvert / CC Wikimedia Commons
Hress svo helst kalli fram bros og hlátur er toppurinn, skrautleg, handprjónuð og límd, í eins æpandi samsetningu rauðs og græns og kostur er, þakin íprjónuðum og álímdum myndum af Snjókörlum, Hreindýrum og Jólatrjám í helst svo miklu magni og ofhlaðningu að yfir fljóti, því betra, enda oftast mikið ljótari fyrir vikið.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi þess hvað einkennir ljóta Jólapeysu.
Og tilefnið er að í dag, þann 15. desember 2023, er Dagur Ljótu Jólapeysunnar.
Og sama hverjar kringumstæðurnar eru, í vinnu eða skóla, þurfa að mæta í brúðkaup eða jarðarför, það verður að mæta í ljótri Jólapeysu í dag.
Þessi ofurvinsæla flík átti sér ekki neinn ákveðinn dag í desember sem fólk gat sameinast um sérstaklega að klæðast ljótri Jólapeysu. Svo árið 2015 tók sig til óþekktur kallaður höfundur dagsins og fór að auglýsa og agitera fyrir því að stofna slíkan dag og valdi deginum stað þriðja föstudag í desember og um það varð fljótt sátt því allir aðdáendur þessarar skelfilegu en á sama tíma skemmtilegu peysu, vantaði nauðsynlega orðið einn fastan dag í desember þar sem hægt var að sameinast öll sem eitt um að íklæðast sinni allra ljótustu Jólapeysu en margt fólk á orðið margar slíkar peysur, enda hún orðin það hvílíkt vinsæl að hana hefur jafnvel mátt finna í hátískuverslunum.
En þótt orðið hafi ofan á að eyrnamerkja einn dag fyrir Jólin sérstaklega ljótu Jólapeysunni eru allir aðdáendur hennar auðvitað hvattir til þess að íklæðast einni slíkri helst alla daga í desember eða að minnsta kosti sem flesta daga Jólaföstunnar.
Um ljótu Jólapeysuna orðaði höfundur þess að eyrnamerkja henni sérstaklega dag í desember að nauðsyn hafi verið orðin á sérstökum degi af léttri skemmtun og tilefni til að geta verið þú en ekki þessa hneppta upp í kok fyrirtækjaútgáfu af sjálfum þér sem þú hefur smám saman farið að fyrirlíta. Andlit fyrirtækisins sem þú vinnur hjá en ekki eins og þér er eðlilegt að vera.
Enda hvað er skemmtilegra en að koma í myrkrinu og kaldri nepju desember inn í að öllu jöfnu þurrpumpulega pappírs stimplunar stofnun og í stað þess að zombílegt starfsfólkið sem alla aðra daga ársins afgreiða stimplaða pappíra með þurru brosi eða skeifu, en þess í stað ljóma í ljótri jólapeisu öll sem eitt. Getiði bent á eitthvað skemmtilegra í þessum drungalega mánuði sem á að vera mánuður ljóssins en er því miður það ekki, heldur mánuður flöktandi mistækra útijólasería í rigningarsudda og fljúgandi ljósagarðálfa og ljótra Jólasveina skreytinga í rokinu, að koma inna á þurrpumpulega afgreiðslustofnun stimplaðra pappíra og allt starfsfólkið er í æpandi ljótum Jólapeysum sem eðli síns vegna þau geta ekki þótt myndu leggja sig fram öll sem eitt, afgreitt stimplaða pappírana nema með bros á vör eða að minnsta kosti smá bliki í augunum?
Það toppar margfalt allar misljótar og ósamstæðar útiljósaseríur sem aldrei er hægt að sammælast um að samræma í eitthvað fallegt. Svo einn dagur á Jólaföstunni til þess að sammælast um að filla helst bæinn af ljótum Jólapeysum var löngu orðin nauðsynlegur. Einn dag þar sem allur ljótleiki ósamstæðra og illa valinna og smekklausra Jólaskreytinga væri upphafinn og sameinaður í hæsta stig ljótleikans, svo hátt uppi að ekki væri hægt annað en gleðjast yfir ljótleikanum, heldur en með kraga úlpunnar í myrkrinu gjóandi augunum út undan sér og hneykslast á smekkleysunni eða vera blindur á öll ljósin í bænum og sjá ekkert ljós í þessum mánuði ljóssins. Þá lýsir ljóta Jólapeysan svo sannarlega upp myrkrið.
Einn ákveðinn dag sem fólk gæti sameinast um að fylla heilu vinnustaðina frekar en að ein og ein starfsmanneskja væri óreglulega í ljótri Jólapeisu í desember yfir í að allir væru í ljótri Jólapeisu. Ekki þó nema til þess að þau feimnu sem myndu aldrei láta sjá sig utan dyra heimilisins í sinni ástkæru ljótu Jólapeisu sem aðrir fjölskildumeðlimir fá grænar bólur þegar þau sjá hana, að þessi feimna starfsmanneskja gæti mætt í vinnuna þess fullviss að allir vinnufélagarnir myndu líka mæta í hverri ljótari peysunni en nokkrum gæti dottið í hug að búa til.
En aðdáendur ljótu Jólapeysunnar þurfa að fylgjast grannt með í öllu Jóla stressinu ef þau ætla ekki að missa af þessum merkisdegi. Þar sem hann illu heilli hann var ekki settur niður á ákveðinn fastan dagatalsdag, heldur þriðja föstudag í desember svo auðvelt er að ruglast á því hvenær hann er ár hvert, þegar ekki er einu sinni hægt að muna eftir því að kveikja á viðeigandi kerti í Aðventukransinum á Jólaföstunni eða halda í við dagana á Jóladagatalskertinu nema maður sé samviskusamt barn sem fær að nota eldspýtur þá er bæði orðið því miður frekar sjaldgæft.
Því á næsta ári, 2024 mun þriðji föstudagur desembers lenda sem dæmi skuggalega nærri Jólunum sjálfum eða þann 20. desember og 2025 litlu skárra eða þann 19. Fastur dagur eins og dagurinn í dag, 15. desember, hefði verið betur til þess fallinni að velja upp á að muna eftir honum en þá myndi hann á móti alltaf verða stemmings minni sum árin þegar hann myndi sem til dæmis lenda á sunnudegi. Föstudagurinn er besti dagur vikunnar á vinnustöðum til þess að sameinast um svona sið svo sú ákvörðun varð ofan á og dagurinn orðið þess vegna hve vinsælastur á stærri vinnustöðum, stofnunum og verslunum því það er ekki alveg sama stemmingin að vera í ljótri Jólapeisu ef þú ert í vinnu þar sem þú hittir varla neinn. En það má þó alltaf skarta ljótri Jólapeisu þegar flengst er um bæinn fyrir Jólin sem annar hver kjaftur neyðist víst til að gera enda engin mánuður ársins sem er eins mikill stress mánuður með tilheyrandi ferðalögum yfirfullum verslunum á milli.