Að teikna svartan fugl á svartan bakgrunn

FB minningasafnið segir mér að þennan dag fyrir 11 árum hafi ég verið klára nýja bola hönnun og María búin að prenta fyrstu prufu prent og hann bara að koma fjandi fínt út.

Þessi bolur reyndist síðan verða að einum mest seldu bolunum í Ranimosk sem maður gat eðlilega ekkert séð fyrir, var bara æðislega gaman að teikna þennan tigna fugl. En það eru líka margir nátthrafnarnir í Íslandi 😉

Tók sinn tíma að ná því að teikna svartan fugl á svartan bakgrunn og ekki fyrr en ég fór að skoða miðalda grafík þrykk að ég sá hvernig á að gera það.

Oft þarf maður að leita langt aftur í aldir á þessari nútíma tækniöld okkar, þar sem við þykjumst allt vita, til þess að læra réttu handtökin. Eins og í þessu tilviki að teikna svart á svart svo komi almennilega út.

1 Comment

  1. Is it still possible to get this tshirt somewhere? The one I have is getting very old :'( – It’s my favorite (and over last 9+/- years I dried to wear it less so it lasts…

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.