Jæja, já, þá er það kvöldskólin. Bíða eftir mér ekki nema 562 myndir sem ég bjó til í gærkvöldi en hef ekki skoðað eða unnið úr.
Miðað við reynslu mína af þessum 52 þúsund myndum og 895 klukkutímum sem ég er búin að ganga í þennann kvöldskóla (Eða svo segir Midjourney mér eins og sést á þessu skjáskoti sem ég tók áðan) þá er líklega engin af þessum myndum nothæf til þess að vera góður grunnur að endanlegri mynd.
En það gætu verið kanski einar þrjár fjórar sem ástæða sé að vista sem innihalda einhver brot sem hægt væri að nota í fullgerða mynd.
En fullgerð mynd frá mér er aldrei „beint af kúnni“ úr MJ, til þess er þetta of frumstætt tól plús að ég er teiknari og fyrir mér er MJ bara tól til þess að púsla mörgum stubbum saman í PhotoShop og teikna svo ofan í alla súpuna.
En af öllum þeim aðferðum sem ég hef beitt til þess að sanka að mér hráefni í stafrænar teikningar, skanna inn hluti, taka ljósmyndir, teikna sjálfur osf. þá er þetta eitt með því skemmtilegra tól sem ég hef fundið til þess að sanka að mér hráefni.
En skemmtilegt er ekki alltaf það sama og góð útkoma. En á meðan það er gaman held ég áfram og stunda þennann kvöldskóla nokkur hundruð klukkutíma í viðbót ef ég þekki mig rétt.
En það er ekkert á við allann þann tíma sem maður hefur „eitt“ í að taka ljósmyndir, svo ég sé ekki eftir mínútu í þennan kvöldskóla minn, frekar en ég sé ekki eftir einni mínútu í að taka ljósmyndir.