Til hamingju með Hinsegin daginn! – Hinsegin kveðja við lag Grace Jones – Le Via En Rose

Tileinkað stemmingunni á dansgólfinu á 22 þar sem maður dansaði ekki við Grace Jones heldur féll inn í flæði þessa einstaka, eftirminnilega og sártsaknaða dansgólfs þar sem allir gátu verið þau sjálf.

Núna býðst ekkert slíkt dansgólf nema í agnarlítilli íbúð í Vesturbænum þar sem Ásdís ræður ríkjum og lagið því henni tileinkað sem sérlegum aðdáanda Grace Jones.

Takk Ásdís fyrir að skapa tækifæri til þess að upplifa frelsið á dansgólfinu á 22, það þarf ekki marga fermetra, það þarf bara það algera samþykki sem á 22. ríkti um að öll værum við allskonar og æðisleg eins og við erum 🙂

Til hamingju með Hinseginn daginn 2020, því þótt Gleðigangan hafi fallið niður í ár þá erum við öll æðisleg eins og við erum og samþykki þess er það sem öllu máli skiptir.


Fyrst póstað á YouTube síðu minni


Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.