(Njósna)Heimurinn í dag

Á tónlistar streymiveitunni Tidle var ég að renna yfir tónlistarferil hljómsveitarinnar Placebo. Hlusta og lesa mér til, en ólíkt Spotify inniheldur Tidle gríðarlegt magn upplýsinga um tónlistarfólk, enda stofnað af tónlistarfólki svo mig undrar það ekki.

Sagði á sínum tíma upp áskrift minni að Spotify og fylgdi Young þaðan út. Eftir nokkra yfirlegu valdi ég að fara yfir á Tidle þar sem þar situr tónlistarfólk við stjórnvölinn en líkt og Spotify hefur streymiveitan allar götur verið rekin með tapi og reynir núna líkt og Spotify gerði með því að fá einkaleyfi á umdeildum Podkastara að auka tekjur sína og komast yfir núllið.

En hvort sem það er Tidle eða njósnavélar FB sem eru út um allt þá stakk FB núna áðan að ég kíkti á síðu eins meðlima tríósins Placebo, nánar tiltekið Brian Molko, sem er fremstur á myndinni sem þessu korni fylgir en hann er einnig teiknari samkvæmt FB og á þessari síðu eiga að vera teikningar hans.

Auðvitað veit ég ekkert um hvort þarna var Tidle að selja FB eða einhverjum öðrum upplýsingar um hegðun mína á streymiveitunni, FB með njósnaforrit inni í Tidely, eða sem líklegra er að FB sé með njósnaforrit í símanum mínum, eða hvort þetta er hrein tilviljun.

En þar sem ég trúi ekki á tilviljanir, hef ekki rekist á slíkar ennþá, þá hallast ég að því að ég hafi ekki varið símann minn nógu vel fyrir njósnaforritum FB. En tölvan mín er varinn fyrir FB í bak og fyrir (einnig fyrir margri starfsemi Google, þó ekki allri, sem og fleirum sem safna og selja þriðja aðila persónutengd gögn um mína net- og símahegðun).

Þetta er þó í fyrsta skipti svo ég muni að hafa verið að kvöldi að hlusta á og lesa mér til um hljómsveit eða sóló tónlistarfólk og séð svona auglýsingu í FB straumnum hjá mér að morgni.

Að vísu eyði ég almennt mjög stuttum tíma í það að skoða strauminn á FB því ég er með það fólk og hópa sem ég vil vita hvað er að pósta stjörnumerkt og fer yfir það sem það fólk póstar á hverjum morgni og almennt bara renni rétt niður í strauminn (þangað til ég sé eitthvað skítkast þá loka ég FB hið snarasta) og rekst því lítið á auglýsingar.

En óseðjandi forvitinn ég, áður en ég fer að kanna hvort FB varnir mínar í símanum mínum séu svona veikar, ætla ég að endurtaka leikinn nokkur kvöld og taka fyrir tónlistarfólk sem ég er öllu jöfnu ekki að hlusta á eða fylgjast með og grandskoða, hlusta og lesa í kannski svona hálftíma give or take, og sjá hvort þetta muni endurtaka sig.

Svona er að vera óseðjandi forvitin, maður jafnvel er til í að kanna hversu vel eða yfir höfuð er verið að njósna um mann áður en maður skellir hurðinni á nefið á þjófinum 😉

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.