Á bak við húsið mitt er þykkur skógur. Því miður varpa risavaxin trén sínum dökku skuggum á jörðina svo enginn hefðbundinn garðagróður vex þar.
En burknar og aðrar skógarbotnsplöntur lifa þar hamingjusömu lífi, svo þetta er hvorki auður né dauður blettur í garðinum. Þvert á móti er hann að springa af lífi, en þú þarft að stinga nefinu ofan í moldina til að sjá það; þetta er dimmur og frekar óaðgengilegur staður í garðinum svo það getur verið erfitt að finna það sem þar vex og dafnar svo vel, en það er þarna.
Og auðvitað eru alls kyns sveppir sem elska rakan og myrkrið út um allt.
Þegar ég kom inn í rökkrið þarna í dag hitti ég þessa sveppafjölskyldu. Og á meðan fólk var að rölta í sólinni var þessi sveppafjölskilda í sinni föstudagsgöngunni í undirgróðri skógarbotnsins.
Ég hef ekki hitt hamingjusamari fjölskyldu í dag
Behind my house is a thick forest. Unfortunately, the giant trees cast dark shadows, so no traditional garden vegetation grows there.
But ferns and other forest floor plants live happy lives there, so it’s not a dead spot in the garden. On the contrary, it’s bursting with energy if you just put your nose to the ground to see it; it’s dark and not so accessible, so it can be hard to find, but it is there.
And, of course, all kinds of mushrooms that love the humidity and darkness are all over the place.
When I entered the dusk there today, I met this fungi family. And while people were strolling in the sun, they were having their Friday walk in the garden’s undergrowth.
I haven’t met a happier family today.