Ástæða er til að taka fram að þetta er ekki samsett mynd búin til í PhotoShop heldur kassi sem ég rakst á á förnum vegi.
American Freedom er vörumerki, skrítið nokk að skýra föt ef ég man rétt, þessu nafni. En það er með frelsið eins og svo margt annað, hvar er það framleitt, í boði hvers.
Ef við erum frjáls hér á okkar útnesjaskeri norður í Ballarhafi og þar sem við erum langt, langt í frá sjálfbært þjóðfélag, flytjum inn nánast allt sem við notum og kaupum, hvar eru þeir hlutir framleiddir?
Er Icelandic Freedom (sem nota bene er innflutt) framleitt í Kína? Og hvaða merkingu ef einhverja skildi það hafa að frelsi okkar sé ef svo er vera framleitt í Kína, eða yfir höfuð að stærstum hluta til í einhverju ákveðnu landi, hvort sem það er Kína, ef svo er, eða einhverju öðru.
Erum við þá frjáls? Við framleiðum af því sem við notum mest ekki mikið meira en mjólkina sem við drekkum og jafnvel hún myndi hverfa úr hillunum ef einhverjar ákveðnar vörur væru ekki fluttar inn því kúabúskapur á Íslandi er algerlega háður innfluttum áburði og korni, já og heyplasti. Svo ef eitthvað af þessu fengist ekki lengur, fengist engin mjólk svo við erum ekki einusinni sjálfbær um mjólk.
Við erum ekki sjálfbær um nánast nokkuð, við erum algerlega háð millilandaverslun, við „kaupum því frelsi okkar“ líklega 99% minnst erlendis frá, kannski 100% ef vel er rýnt í allar tölur og hluti.
Hversu frjáls erum við þá?
Eru þið núna hætt að hlægja af myndinni af þessum fáránlega kassa með sína þversagnakenndu áletrun? Því við erum nákvæmlega eins, og í rauninni margfalt ver stödd því US er sjálfbært á mörgum sviðum en við varla nokkru eða alsengu í raun.
Niðurstaða, við erum ekki frjáls þjóð, sorry, take it or leave it