Um vefinn frettirnar.is og Kristján Kristjánsson blaðamann hjá dv.is

Ég nota vefinn frettirnar.is til þess að fá yfirlit yfir það helsta sem verið er að skrifa um á stærri vefmiðlunum eftir að hafa hvern morgun líkt og maður las blaðið með morgunkaffinu hér áður því þrátt fyrir ófullkomleika hans þá er hann þó sæmilegt yfirlit.

Þar sem ég er búinn að gera þetta nokkuð lengi hef ég komist að því þar sem ég kíki oftast á hver hefur skrifað viðkomandi frétt því sem gamall blaðahundur þekki ég úr þá sem maður þarf að lesa skrif viðkomandi með gleraugum þess að vita hvernig penni viðkomandi er því margir pennar lita öll sín skrif með persónulegum skoðunum sínum á meðan aðrir veit maður að skrifa eðlilega hlutlausa frásögn. Svo er það auðvitað vel skrifaðar fréttir sem maður hnýtur oftast um eins og Ævar hjá ruv.is einfaldlega vegna þess hve vel máli hann er farinn.

Það merkilegasta og kannski það skrítnasta er að ég hef komist að því að ég les mest skrif eftir Kristján Kristjánsson hjá dv.is. Ástæða? Hann skrifar oftast um það sem aðrir eru ekki að skrifa um, það er étur ekki og endursegir fréttir annara miðla, hann fylgist með og skrifar um skemmtilegar nýjar uppgötvanir í vísindaheiminum sem engir aðrir skrifa um og svona má lengi upp telja. Hann einfaldlega er ekki uppæta heldur fylgist með skrifum erlendra miðla þótt þetta sé það sem erlent er auðvitað þýðingar úr erlendum miðlum þá er þetta víða að komið og gæti ég ekki fylgst sjálfur með öllum þessu erlendu miðlum.

Hann er ágætlega máli farinn og mjög fær í að koma frá sér öllum aðalatriðum hvers máls í stuttum knöppum texta svo skrif hans verða engar óþarfa langlokur. Eina er að hann mætti vera duglegri við að hafa tengla á viðkomandi greinar sem hann er að vinna upp úr í stað þess að nefna miðlana því ég nenni ekki alltaf að fara inn á viðkomandi vefmiðil og leita uppi greinarnar, tengill beint í viðkomandi grein væri því vel þegin.

Ég veit ekkert um manninn, aldrei unnið með honum né heyrt á hann minnst en einhverrahluta vegna les ég mest af skrifum hans á vefmiðlum og í því samhengi þá er vert að geta þess að þegar ég er að renna yfir vefmiðlana með morgunkaffinu þá opna ég aldrei dv.is, finnst sá miðill sjaldnast flytja neinar fréttir. En svo þegar ég kannski um hádegi opna frettirnar.is til að renna snöggt yfir hvort eitthvað nýtt fréttnæmt hafi komið inn þá byrja ég að sjá oft áhugaverðar fréttir/skrif á dv og nær undantekningarlaust eru öll þau skrif eftir viðkomandi Kristján Kristjánsson.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.