Búsáhaldabyltingin hófst 15. nóvember 2008 og svo hvað. Flopp?

Samsett mynd byrt með leyfi frá DV en þau byrtu þessa stöðufærslu mína af FB 17. nóv. 2022 með þessari mynd.
Skrifað á FB 15. nóvember 2022.
Samsett mynd byrt með leyfi frá DV en þau byrtu þessa stöðufærslu mína af FB 17. nóv. 2022 með þessari mynd.


Jæja gott fólk.

Þennan dag, 15. nóvember árið 2008 mótmæltu að minnsta kosti sjö þúsund manns við Austurvöll vegna efnahagskreppunnar.

Mótmælin voru skipulögð af Herði Torfasyni og ávörp fluttu Viðar Þorsteinsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Andri Snær Magnason.

Háværustu kröfurnar voru helst þessi mál,

Ríkisstjórnina frá, hún fór,

Seðlabankastjóra frá, hann fór,

Nýja stjórnarskrá, samin en ekki framkvæmd.

Og nú eru liðin 14. ár.

Og?

Var þetta allt til einskis, var Búsáhaldabyltingin flopp, fékkst nokkuð áunnið.

Að skipta um ríkisstjórn án „byltingar“ og háværra mótmæla er gert með lýðræðislegum kosningum með reglulegu millibili og til þess þarf enga „byltingu“ né hávær mótmæli, það gerist af sjálfusér hvort eð er og óvinsælir í dag sem hafnað er í einum kosningum er kannski valin í þeim næstu. Sú krafa var því í eðli sínu marklaus til lengri tíma litið því hún var fyrir innbyggð í stjórnskipun hérlendis og því í eðli sínu engin grundvallar breyting.

Að skipta um Seðlabankastjóra, það er ríkisstarfsmanni sem samkvæmt lögum ekki má reka, er framkvæmt með aðferð sem kallast skipulagsbreyting, ítrekað gert og lítið mál og því auðvelt í framkvæmd ef róa á óánægju fólks en í praxís breytist ekkert.

Að semja nýja Stjórnarskrá er lítið mál, kosið er til þings almennings og hnýtt aftan við að niðurstaða þess skuli vera tillaga og þjóðaratkvæðagreiðsla um þá tillögu ráðgefandi. Síðan er málinu slegið á dreif með því að þæfa, þræta og þinna málið út á þingi og almennri umræðu uns allir hafa mist á því áhuga og ekkert breytist.

Niðurstaða?

Ekkert breyttist.

Ekkert var gert sem ekki er þegar alltaf gert hvort eð er með sömu aðferðum sem alltaf hafa tíðkast og ennþá notaðar sem aðferðir löggjafar- og framkvæmdarvalds til þess að lægja óánægjuraddir og láta umræðu þynnast út og þæfa um smáatriði uns almenningur hefur mist allan áhuga og snúið sér að einhverju öðru en á meðan hefur engu verið breitt nema skipta um nafn á litlu spjaldi sem skreytir einhverjar skrifstofur út í bæ og nefndar í opinberum fréttatilkynningum.

Búsáhaldabyltingin hlaut athygli erlendra fjölmiðla í gúrkutíð, þjóðin lofuð fyrir að almenningur ætti að fá að semja sér sína eigin Stjórnarskrá en svo gerðist ekkert og jafnvel í verstu gúrkutíð telst það ekki fréttnæmt að þetta var aldrei framkvæmt.

Eina sem mér finnst eftir sitja og vera lýsandi fyrir hvernig löggjafar- og framkvæmdarvaldið gerði ekki neitt öðruvísi en það hefur alltaf gert og gerir ennþá, er að almenningur gerði líka það sem hann hefur alltaf gert og gerir ennþá, farið með Hörð Torfa eins og ævinlega, honum ekki hampað né hlaut hann nokkurt lof fyrir sitt framtak og seiglu.

Hörður Torfa hefur verið brautryðjandi svo margs hér á landi og afhverju skil ég ekki afhverju hann nýtur aldrei réttmætis fyrir það sem hann hefur gert.

Þannig má segja að almenningur hafi gert alveg eins og löggjafinn- og framkvæmdarvaldið gerði ekkert heldur notaðist við gamalgrónar aðferðir sem líta vel út til að lægja óánægjuraddir hafi almenningur líka gert eins og hann alltaf hefur gert, misst áhugann og eins og ævinlega að virðist, gleymt alveg því mikla starfi sem Hörður Torfa lagði á sig eins og hann hefur áður gert og allir búnir að gleyma honum aftur, eins og venjulega.

Því vil ég meina að almenningur hafi alveg eins brugðist og löggjafinn með því að framkvæma enga „byltingu“ heldur hagað sér eins og hann hefur alltaf gert og mun sennilega alltaf gera og svo missa á því allan áhuga og gleyma og gefa þeim sem leggja á sig mesta vinnu ekkert kredit og gleyma þeim líka og snúa sér að því hvort eigi að leyf frjálsa sölu áfengis og ÁTVR megi selja áfengi á sunnudögum.

Almenningur getur því allsekkert skýlt sér bakvið að hafa mótmælt eins kröftulega og hann gerði, meira en almennt er gert, hann missti áhugann eins og alltaf og féll fyrir trixunum sem stjórnvöld nota alltaf hvort eða er.

Búsáhaldabyltingin ól því ekkert af sér heldur en nokkra beyglaða potta og brotnar sleifar.

Og reynið ekki að benda á næsta mann eða röfla um að ekki sé búið að samþykkja nýju stjórnarskránna því hve margt fólk fyrir engan áhuga á henni skildi hafa lesið hana? Ég giska á mest 1% þjóðarinnar og að það sé ekki mikið fleiri sem á henni hafi áhuga.

Var Búsáhaldabyltingin flopp?

Já. Hún var til einskis og skilaði engu, sorrí. 14. ár síðan og lítið bara til baka, ég giska á að í mest lagi 10% manns muni hvaða ár hún var og í mestalagi 0.001% þjóðarinnar sem man að hún hófst þennan dag, 15. nóvember 2008.

Og ekki þræta fyrir að þið hafið ekki kastað Herði Torfa eins og barninu út með baðvatninu, manninum sem startaði þessu öllu rétt eins og hann hefur startað mörgum öðrum mikilvægum réttlætis málum. Engin talar neitt meira um hann eftir eða undan hans mikla starfi í þessum mótmælum og ennþá nýtur hann ekki réttmælis fyrir sín mikilvægu störf í réttindabaráttu á Íslandi, þessi né önnur.

Við floppuðum, sorrí, en satt.


Kannski er það það algrátlegasta að flest sem hefur breyst til batnaðar á þessum 14 árum eru tilskipanir frá EB sem við höfum nauðbeygð þurft að samþykkja gegnum ESS samningin og kannski mest um vert dómar Mannréttindadómstóls Evrópu og EFTA dómstólsins sem hefur verið nær það eina sem hefur getað þvingað framkvæmdarvaldið til að taka aftur gjörðir sínar. Síðan þeir alþjóðasamningar Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist en þó eingöngu þeir sem hafa verið innleiddir því fæstir hafa verið innleiddir í raun, bara verið samþykktir en ekki framkvæmdir.

Þegar ég segi nauðbeygð að samþykkja EB tilskipanir meina ég að við erum ekki í EB og höfum því ekkert að segja um hvernig þessar reglugerðir eru samdar, verðum bara að samþykkja þær, því finnst mér frekar að við ættum að alla leið og ganga í EB frekar en notast við ESS samningin, sem þó hefur sýnt sig að hafa reynst okkur mjög góður samningur en það að sitja ekki við borðið þegar samþykktir eru gerðar sem við „neyðumst til að samþykkja“ á meðan sitjandi við borðið hefðu við til dæmis í öllum stærri málum neitunarvald því í stærri málum þarf samþykki allra EB ríkjanna.

Svo nánast allt sem hefur breyst til batnaðar á þessum 14. árum hefur komið erlendis frá í gegnum fjölþjóðasamninga og dómstóla sem Ísland er þátttakandi í.

Grátlegt en satt.

#allttilenskis #algertflopp #fyrirsjáanlegt #allteinsogvenjulega #viðviljumnýjastjórnarskráeðahvað

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.