Af því þessu AI reikniritin Midjourney, finnst svo gaman að koma manni á óvart, sem er jú ein af ástæðum þess að ég kýs hán fram yfir aðra myndasmíði reiknirita, þá tók hán upp á því að fara að setja textalínu undir þessa persónu og láta hana nánast hætta að aðhafast það sem ég vildi að hún gerði.
En ekki get ég séð annað en þessi texti sé samin og skrifaður á einhverju bullumáli sem jú væri eðlilegt fyrir hvaða AI myndasmíði reiknirita sem er, en inn á milli finnst mér eins og glitti í eitthvað kunnuglegt. Er það þá einna helst greinir eins og The, en með einhverri smá krúsidúllu.
En því fleiri sem þessar myndir verða því minna verður hann þekkjanlegur að mistakosti mér og minnir mig ekki á nokkurt mál sem ég hef séð og forvitni mín mikil afhverju myndasmíði reikniriti fer að nota texta, texti ekki verandi í eðli sínu mynd. Það er eins og texta Bot færi að setja myndir inn í textann sem það semur.
Verður forvitnilega að sjá hvernig þessu vindur fram sem og hvort ég fæ einhvern botn í afhverju og þá ekki síst, til hvers, Bot’inn tók upp á því að setja texta inn á sumar myndirnar og láta persónurnar stoppa það sem þær voru að gera og standa bara eins og þvörur og röfla og röfla og mér ómögulegt að fá þær til að þagna eða losna við textann.
Læt vita þegar ég finn út úr þessu.
Hægt að fylgjast með framvindu þessarar tilraunar minnar hvort ég geti unnið myndasögu eða teiknimynd, því myndirnar eru svo margar og oft ekki svo mikill munur milli þeirra, með því að eiga samtal við AI myndasmíði reikniritan Midjourney. Ég hef stofnað möppu á Facebook myndasíðu minni bara fyrir myndir og pælingar um þetta verkefni sem eins og er heitir ennþá Maður, hendur, hús þótt spurning sé hvort ég þurfi að bæta við orðinu texti ef þetta heldur áfram svona.