Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð – Öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð

Orðið Jólasveinn hefur ekki fundist í íslenskum textum eldri en frá 17. öld, í Grýlukvæði sem eignað er síra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi og er eftirfarandi:

Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá.
Af þeim eru jólasveinar
börn þekkja þá.

Af þeim eru jólasveinar
jötnar á hæð.
Öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum skæð.

Meðfylgjandi er mynd af einum þessara staula.

Ekki fylgir sögunni hver þeirra þetta sé en miðað við vaxtarlag lét einhver sér detta í hug að hér væri Stekkjarstaur á ferðinni og þá væntanlega að hita upp fyrir ferð sína til byggða næstu nótt þar sem hann mun eflaust eiga mjög náðuga daga og fara pattaralegri til fjalla en þetta.

Eða svo sagði Stefán Ólafsson í Vallanesi að minnsta kosti í kvæði sínu.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.