14:58 21. júní 2023

Sumarsólstöður árið 2023 eru 21. Júní klukkan nákvæmlega 14:58 að Íslenskum tíma. Í viðtali við Þór Jakobsson eitt sagði hann sem svo, „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað“ og vissulega er það svo og sú magnaða stund er að þessu sinni árið 2023 21. Júní klukkan 14:58.

Já, það er vissulega magnaða

Allsstaðar á Jörðinni á nákvæmlega sömu sekúndunni breytir Jörðin, móðir okkar allra, gangi sínum um himingeiminn og fer að halla sér á hina hliðina líkt og hún gerir tvisvar á ári á Sumar- og Vetrarsólstöðum. Eins og hún velta vöngum hægt en hugsi og vissulega og eðlilega er staða barna henna, lífsins á hjörðinni henni hugleikið þessi misserin eins og fyrir okkur er komið.

Jörðin er á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu í dag (21. Júní), lengsta degi ársins á Norðurhveli Jarðar en þá eru Vetrarsólstöður á Suðurhvelinu.

14:58

Það kostar ekkert að stoppa andartak og staldra við á nákvæmlega þessari mínútu þegar Jörðin okkar breytir stefnu og veltingi sínum í himingeimnum eins og hún gerir árvisst tvisvar á ári líkt og hún hefur gert frá ómunatíð.

Við gleymum því oft og vanmetum hvað þessi breyting á gangi Jarðarinnar um Sólina hefur á allt lífið á Jörðinni og hefur mótað líf allra lífvera hennar og þar með talið okkar.

Því hefur allt frá því að Homo Sapíens fór að hugsa og hugleiða lífið, sitt eigið og annarra lífvera, Jarðarinnar og alls himingeimsins, haldið upp á þessi mögnuðu og mikilvægu mótandi tímamót sem Sólstöðurnar eru fyrir fyrir okkur öll.

14:58

Það kostar ekkert að stoppa andartak, hægja á ferðinni í harðahlaupum dagsins og hugsa heildrænt um að við erum hvert og eitt okkar partur af órjúfanlegu heildarlífríki Jarðarinnar. Og ekki er verra að leiða hugan að hvað sú uppfynding mannsins, landamæri, verða marklaus og hlægileg í því samhengi. Línur sem við drögum í sandinn og söfnumst saman í hópa innan þeirra.

Hve fjarstæðukennt það verður þegar við hugleiðum hvernig allt líf á Jörðinni er einn allsherjar samhangandi vefur þar sem hver þáttur styður annan og er honum háður og að við getum ekki tekið okkur sjálf út fyrir sviga og verið stikkfrí í þessu órjúfanlega neti sem lífið á Jörðinni er.

Munum, 14:58, þó ekki sé nema að loka augunum rétt sem snöggvast, draga djúpt andann og muna að Jörðin okkar er bara ein og það er ekki til neitt Plan B.

14:58

Bragi Halldórsson
grúskari og gruflari af guðs náð

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.