Þegar talað er um fólk í heiminum sem er á faraldsfæti verður Íslendingum mjög tíðrætt um „flóðbylgju“ fólks frá Úkraínu sem notað er mikið af sérstaklega fólki sem er ekkert sérlega hrifið af því að fólk komi til lansinns nema „velborgandi ferðafólk“ og vilja almennt stoppa fólk af á landamærunum eða vísa því úr landi.
Þá er almennt slegið upp tölum um allar þær „þúsundir“ fólks á ferðinni sem séu alveg að „sliga“ Íslenskt húsnæðiskerfi, heilbrigðis-og velferðarþjónustu, eða það er algengustu rökin yfirleitt.
En hversu margt fólk er raunverulega að koma til landsins frá Úkraínu og hver er samanburður Íslands við önnur lönd sem hafa rétt þeim hjálparhönd sem neyðst hafa til að yfirgefa landið sökum innrásar Rússneska hersins?
Eins mikið og áðurfyrr var notast við höfðatölu þá og sérstaklega þegar um viðkvæm mál er að ræða, þá hefur þessi höfðatölu tölur nær alveg horfið úr allri umræðu en þær meiga það ekki því þær eru oftlega besti mælikvarðinn á til dæmis hvernig í tilfelli eins og þessu, það er að aðstoða allt það fólk sem neyðst hefur til að flýja heimaland sitt sökum innrásar erlends hers.
Og þá vil ég draga fram höfðatölu tölur sem segja meira en flest annað um hvernig við erum að standa okkur samanborið við önnur lönd því það er óraunhæft að telja fólk bara í þúsundum, það þarf að meta hvert land út frá íbúafjölda þess því oftast er hann einn um að geta sagt manni hvaða burði hvert land hefur til þess að aðstoða.
Hér er súlurit teiknað eftir upplýsingum frá OECD um hversu mörgum hvert land OECD hefur rétt hjáparhönd með því að hýsa það miðað við 1.000 íbúa. Það er eini mælikvarðin sem er raunhæfur til viðmiðunar því við getum sem dæmi ekki borið okkur saman við hversu mörgum miljónum Bandaríkin hafa skotið skjólshúsi yfir og þar sem það eru eðlilega næstu nágrannalönd Úkraínu þar sem flest fólk fer til og ekkert lengra því það er bar að bíða eftir að komast heim aftur.
Þetta er mjög athyglisvert súlurit. Þar má sjá að á hverja eitt þúsund íbúa hafa Íslendingar aðeins skotið skjólshúsi yfir fjórar manneskjur frá Úkraínu. 4 hafa sem sagt hingað komið pr. 1000 Íslenskrar íbúa. Það er ekkert ýkja há tala og við því eðlilega mjög neðarlega á listanum yfir öll lönd OECD, sem eru jú þónokkuð mörg og flest þau lönd í heiminum sem eru í burðuragi kanti landi heimsins efnahagslega og því þau lönd sem best eru í stakk búin til þess að aðstoða.
Find more statistics at Statista
En þetta súlurit sýnir ekki bara hvar við stöndum og það að við erum ekkert að standa okkur neitt sérlega vel. Einnig er mjög athyglisvert að skoða hvaða lönd það eru sem eru fyrir neðan okkur og hafa aðstoðað færra fólk frá Úkraínu. Í flestum tilfellum á það sér einfaldar skýringar eins og órafjarlægð, Japan, Ástalía, sem og þau lönd sem hafa lagt fram hve mesta fjármuni í aðra aðstoð eins og hernaðaraðstoð, eitthvað sem við getum ekki gert.
Það er fátt annað sem við getum gert en að skjóta skjólshúsi yfir fólk frá Úkraínu og skoðiði bara súluritið sjálf og leggið mat á framistöðu okkar.
Í þessu sambandi má nefna að einum neðar, það er 3 pr. 1000 íbúa er Ungverjaland. Ég vil helst sem fæst segja um það land, gott og blessað land held ég en með að mínu áliti ein verstu stjórnvöld í öllum vestrænum heimi.
Stjórnvöld Í Ungverjalandi eru með jarðsprengjur og gaddavírsgirðingu til að hindra komu fólks sem er á ferðinni sunnan að og neita að fylgja fordæmi annara Evrópuþjóða, samt eru þau í EB, og kaupa bæði gas og olíu af Rússum.
Ítalía er þó skömminni skárri þótt núverandi stjórnvöld sem fá mann til að fá hroll hafa þó (þvert gegn því sem þeim raunverulega finnst) líst yfir stuðningi við refsiaðgerðir EB gegn Rússum.
Ugverjar taka við 3 pr þúsund íbúa, rétt neðan við okkur og Ítalir 2,7.
Við erum þarna í helvíti góðum félagsskap, ha, finnst ykkur það ekki?