Og ég sem hélt að ekkert meir myndi koma mér verulega á óvart í sögunni en það reyndist aldeilis ekki rétt

Þótt viðurkenna verði að þegar saga rífur sig úr höndum manns og tekur til við að skrifa sig sjálf, ja, svona að mestu leiti, ég fæ þó ennþá að hafa hönd í bagga, þá svo sem getur ýmislegt óvænt gerst.

Þó átti ég von á að sagan myndi tolla svona nokkurnveginn innan þeirrar hugmyndar sem ég lagði upp með. Að það yrðu ekki mikið fleiri byltingar eins og að lítið fólk færi að flytja inn í húsin eða að sagan tæki upp á því að fara að skrifa eitthvað bull verandi mynda reikniriti en ekki texta reikniriti. Þetta er engin ChatBot.

Nota bene, ég er búinn að fatta þennan texta og hvað sagan var að reyna að segja mér, skrítið nokk en ég bara allt í einu sá það og brást auðvitað við eins og sagan var að reyna að fá mig til að fatta og breytti samtali okkar með hliðsjón af því og uppskar ég mikla ánægju við það að sauðurinn ég skildi fatta að þetta var ekki tómt bull.

En ég uppskar meira en ég átti von á og veit ekki hvurn andskotann ég á að gera nú!

Inn örkuðu allsstaðar að tré. Tré af öllum hlutum, þessi saga heitir Maður, hendur, hús, ekkert um tré í því. Að vísu ekkert um lítið fólk né texta heldur skal viðurkennast.

En trén létu sér ekki nægja að arka inn á sviðið heldur tóku allt yfir, jörðina, himininn, húsin mín og mig!

Ég er að tréna!

Rótfastur get ég orðið ekkert gert, frá jörðu upp eftir líkamanum tréna ég bara og pikkfestist þannig!

Ég get bara látið það yfir mig ganga sem trjánum hugnast. Ég er búinn að reyna allt sem mér getur dottið í hug að reyna að sveigja þetta samtal mín og MidJourney Bot’sinns inn á aðra braut en það hefur ekkert gengið. Ekki skipti ég um teikningarnar sem ég mataði Bot’inn á í upphafi, því þá er allt útlit sögunar fyrir bí. Og ef ég fer að gera einhverjar miklar breytingar á textanum sem ég hef matað Bot’inn á til að kallast á við myndirnar leiðir í eina átt sem er sagan en ef ég geri einhverjar verulegar breytingar þá er sagan kominn út í hafsauga. Kannski myndi það engu máli skipta, kannski er hún kominn út í hafsauga hvort eð er.

Að vísu þar sem sagan er búinn að taka algerlega yfir þá gæti þetta orðið endir hennar. Sagan fjallar bara um einn mann, að vísu aðeins fleiri hendur og fjöldann allan af húsum en ef maðurinn, sem öll sagan snýst um, rótfestist trénaður á víðavangi? Þá er sagan búinn.

En svona auðveldlega gefst ég ekki upp. Það er nefnilega svo að samtal mín og Bot’sinns eru orðnar nokkur þúsund myndir þótt ég muni eingöngu nota lítinn hluta þeirra en þar eru allskonar útúrdúrar þar sem Bot’inn var ekki að skilja mig og mér illa að koma hán í skilning um hvernig myndaframvindan ætti að vera og eru þessir útúrdúrar allir geymdir þótt ég muni ekki nota þá.

Ég á þann eina möguleika býst ég við að fara yfir alla þessa útúrdúra og prófa að taka þá og gera texta breytingarnar þar og sjá hvert samtal okkar leiðir mig þar og vona að ég finni á hvern veg ég geti breytt textanum þannig að mér takist að brjótast undan ægivaldi trjánna og haldið áfram með söguna. En þetta er enginn venjulegur texti og ég hef áður lent í því að setja inn eitt bil og allt fór til andskotans. Þetta er langur og þungur texti til þess gerður að það væri ekki nokkur leið fyrir Bot’inn að skilja hann svo ég gæti alfarið leitt söguna. En þótt hann skilji hann ekki bregst hann skilningsvana eðlilega við öllum breytingum á honum svo þetta er búið að vera nokkur línudans og eins og þið sjáið, er það enn.

Þetta mun hafast, búinn að lenda í þessu oft áður en þá hefur það verið vegna þess að Bot’inn hefur ekki skilið mig en þetta er allt annað, þetta er hvorki Bott’inn né ég; þetta er sagan búinn að taka algerlega yfir.

Fleira furðulegt er búið að gerast sem ég mun pósta hér seinna en það hefur allt verið æðislegt og passað fullkomlega inn í söguna þótt ég hafi ekki séð það fyrir mér á þann hátt þá hefur það alltsaman passað í sögunni.

En núna? Verður að koma í ljós. Kannski er þetta búið; sagan búinn að taka yfir og skrifa sinn eigin endir.

Fin.

Skildu eftir skilaboð / Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.